Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram tillaga D-lista um breytingu á skipan varamanns í umhverfisnefnd og varamanns í stjórn Hafnasamlags Norðurlands:
Anna Rósa Magnúsdóttir tekur sæti Ármanns Sigurðssonar sem varamaður í umhverfisnefnd.
Rúnar Sigurpálsson tekur sæti Ármanns Sigurðssonar sem varamaður í stjórn Hafnasamlags Norðurlands.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. maí 2016:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 27. janúar með athugasemdafresti til 9. mars 2016. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrarbæjar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Íbúafundur var haldinn þann 28. janúar 2016 þar sem tillaga að skipulaginu var kynnt almenningi.
Fjórar athugasemdir bárust:
1) Miðbæjarsamtökin á Akureyri, dagsett 29. janúar 2016.
Alfarið er lagst gegn því að bílastæðum í miðbænum fækki frá því sem nú er. Ekki hugnast þeim að stækka bílastæðin neðan við leikhúsið til að koma til móts við bílastæðaþörf. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá er komið fordæmi fyrir að sleppa, eða minnka verulega fjölda bílastæða á reitnum austan Skipagötu. Það geta rekstraraðilar í miðbæ Akureyrar aldrei sætt sig við.
2) Undirskriftalisti, dagsettur 3. mars 2016 þar sem forsvarsmenn fyrirtækja á svæðinu skrifa undir.
a) Deiliskipulagsbreytingin er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag þar sem lögð er áhersla á bílastæðakjallara á svæðinu.
b) 73 bílastæði þyrftu að vera í bílastæðakjallara til að uppfylla gildandi ákvæði eftir hækkun nýtingarhlutfalls úr 1,80 í 2,02.
c) Engin bílastæðakrafa er gerð til fyrirhugaðs hótels þar sem engin bílastæði verða innan lóðarinnar.
d) Að mæta bílastæðaþörf hótelsins ofanjarðar, utan lóðar og á kostnað nærsamfélagsins getur ekki talist samræmast aðalskipulagi.
3) Gunnar Magnússon, dagsett 4. febrúar 2016.
a) Mótmælt er hækkun suðausturhluta byggingarinnar í 3,5 hæð.
b) Allt of fá bílastæði eru í skipulaginu.
c) Austurbrú ætti að vera einstefna í suður. Götur norðan og vestan Hafnarstrætis 80 ættu einnig að vera einstefna. Þá væri hægt að bæta við bílastæðum.
d) Fjölga þarf bílastæðum sunnan Hafnarstrætis 80.
4) Arnar Birgir Ólafsson, dagsett 9. mars 2016.
a) Með hvaða hætti samræmist tillagan aðalskipulagi Akureyrar?
b) Líklega verður gerð krafa um nýtt bílastæðaplan á nærliggjandi lóðum. Hefur skipulagsnefnd tekið afstöðu til þess og ef svo er hvaða svæði verði þá fyrir valinu?
c) Á hvaða hátt rökstyðja bæjaryfirvöld að tillagan þjóni betur framtíðarsýn Akureyrar skv. aðalskipulagi heldur en gildandi deiliskipulag?
d) Kallar þessi tillaga á breytingu á texta aðalskipulags varðandi bílastæðakjallara á reitnum?
Þann 20. apríl 2016 barst bréf frá Sverri Gestssyni f.h. Norðurbrúar ehf. þar sem lögð er til málamiðlunartillaga um að í stað bílakjallara verði byggingarreitur hússins minnkaður þannig að hægt verði að koma fyrir 20 bílastæðum innan lóðar en greitt yrði í bifreiðastæðasjóð af 30 bílastæðum til viðbótar. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu á fundi sínum 27. apríl 2016.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu málsins. Tryggvi Gunnarsson varamaður hennar mætti á fundinn undir þessu máli.
Formaður skipulagsnefndar lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu málsins:
Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að auglýstri tillögu verði breytt á þann veg að krafa verði um a.m.k. 20 bílastæði innan lóðarinnar og bílastæðakrafa fyrir lóðina verði óbreytt frá gildandi deiliskipulagi eða 1 stæði á hverja 75 byggða m².
Skipulagsstjóra er falið að svara athugasemdum sem bárust í samræmi við umræður á fundinum.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Greidd voru atkvæði um tillöguna. Helgi Snæbjarnarson L-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni og Sigurjón Jóhannesson D-lista sat hjá. Tillagan er því samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 5 atkvæðum gegn atkvæði Prebens Jóns Péturssonar Æ-lista.
Matthías Rögnvaldsson L-lista, Anna Hildur Guðmundsdóttir L-lista, Baldvin Valdemarsson D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 27. apríl 2016:
Vinnuhópur um verklagsreglur um lokanir gatna lagði fram tillögu að samþykkt um lokanir gatna í Akureyrarkaupstað og óskaði eftir umsögnum frá Akureyrarstofu og framkvæmdadeild á fundi 23. mars 2016.
Umsagnir bárust frá:
1) Framkvæmdaráði dagsett 22. apríl 2016.
Framkvæmdaráð telur að komi til lokana um sumartímann þá sé farsælla að þær væru með sama hætti alla sumarmánuðina og þá telur ráðið nauðsynlegt að yfirfara verðskrá umhverfismiðstöðvar í framhaldinu. Framkvæmdaráð telur ekki rétt að Listagilið sé lokað nema í undantekningartilfellum.
2) Stjórn Akureyrarstofu dagsett 14. apríl 2016.
Athugasemdir stjórnar Akureyrarstofu snúast um 3. grein.
a) Orðalagið: 'Sækja skal um þær lokanir í Listagilinu í apríl fyrir hvert ár.' getur skapað þann misskilning að sækja eigi um heimild til að loka í Listagilinu sjálfu. Gæti í.þ.m. verið skýrara.
b) Stjórn Akureyrarstofu varpar fram þeirri spurningu hvort eitthvert þak ætti að vera á fjölda heimilaðra lokana í Listagilinu á tilgreindu tímabili.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Vilborg Jóhannsdóttir og Úlfar Gunnarsson í Centro, dagsett 21. mars 2016.
Ýmsar spurningar varðandi miðbæinn.
2) Herdís Hermannsdóttir dagsett 22. apríl 2016.
Spurt er hvernig aðgengi hreyfihamlaðra með P-merki verði tryggt að verslunum og þjónustu á svæðinu.
Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd a) liðar Akureyrarstofu og spurningu Herdísar og mun gera breytingar á verklagsreglunum í samræmi við þær og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar þannig breyttar.
Jafnframt þakkar skipulagsnefnd innsendar athugasemdir og ábendingar og felur skipulagsstjóra að svara þeim.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista lagði fram tvær breytingatillögur:
1.
3. gr. Lokun Listagilsins
Lokun vegna listviðburða í þeim hluta Kaupvangsstrætis sem kallast Listagil er heimiluð frá kl. 14:00 til 17:00 frá maí til september. Verður að hámarki gefið leyfi fyrir fjórar lokanir á þessu tímabili.
Tillaga Evu Hrundar D-lista var borin upp og samþykkt með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Matthíasar Rögnvaldssonar L-lista, Loga Más Einarssonar S-lista, Prebens Jóns Péturssonar Æ-lista, Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista og Ingibjargar Ólafar Isaksen B-lista.
2.
Verklagsreglur þessar verða endurskoðaðar í október 2016 út frá reynslu.
Tillaga Evu Hrundar D-lista var borin upp og samþykkt með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar ásamt breytingartillögum með 10 samhljóða atkvæðum.
Sóley Björk Stefánsdóttir sat hjá við afgreiðslu.
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 1. júní 2016:
Erindi dagsett 17. mars 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sendir inn fyrirspurn varðandi byggingarreit á lóðinni. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja inn breytingu á deiliskipulagi 23. mars 2016.
Tillagan er dagsett 25. maí 2016 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur meirihluti skipulagsnefndar til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.
Baldvin Valdemarsson D-lista var fjarverandi við atkvæðagreiðslu.
6. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 18. maí 2016:
Laufey Þórðardóttir staðgengill framkvæmdastjóra búsetudeildar kynnti breytingar á reglum skammtímaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með 11 samhljóða atkvæðum.
8. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 18. maí 2016:
Tekin fyrir að nýju tillaga Halldórs Guðmundssonar framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Friðnýjar Sigurðardóttur þjónustustjóra ÖA um endurskoðun á reglum frá 2012 um dagþjálfun (áður dagþjónusta), málinu var frestað á fundi 3. mars 2016.
Velferðarráð samþykkir framlagða tillögu að nýjum reglum fyrir dagþjálfun og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með 11 samhljóða atkvæðum.
Lagður fram listi með nöfnum þrjátíu og sex aðalmanna og þrjátíu og sex varamanna í undirkjörstjórnir við forsetakosningar þann 25. júní nk.
Bæjarstjórn samþykkir þær tilnefningar sem fram koma á listanum með 11 samhljóða atkvæðum.
Lagt er til að bæjarlögmanni verði veitt heimild til að afgreiða athugasemdir við kjörskrá sem berast kunna og leiðrétta kjörskrá.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
1. Kosning forseta bæjarstjórnar.
Við kosningu forseta hlaut bæjarfulltrúi Matthías Rögnvaldsson 8 atkvæði, 3 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Matthías Rögnvaldsson réttkjörinn forseta bæjarstjórnar til eins árs.
2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Við kosningu 1. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Sigríður Huld Jónsdóttir 9 atkvæði, 2 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Sigríði Huld Jónsdóttur réttkjörna sem 1. varaforseta.
Við kosningu 2. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Gunnar Gíslason 10 atkvæði, 1 seðill var auður.
Lýsti forseti Gunnar Gíslason réttkjörinn sem 2. varaforseta.
3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.
Fram kom tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:
Ingibjörg Ólöf Isaksen
Preben Jón Pétursson
og varamanna:
Silja Dögg Baldursdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
Kosning bæjarráðs til eins árs - 5 aðalmenn og 5 til vara.
Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:
Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
Logi Már Einarsson varaformaður
Matthías Rögnvaldsson
Gunnar Gíslason
Preben Jón Pétursson
Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
og varamanna:
Ingibjörg Ólöf Isaksen
Sigríður Huld Jónsdóttir
Silja Dögg Baldursdóttir
Eva Hrund Einarsdóttir
Þorsteinn Hlynur Jónsson
Edward Hákon Huijbens varaáheyrnarfulltrúi
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna sem fram kom á listanum með 11 samhljóða atkvæðum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar 2016:
Í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar samþykkir bæjarstjórn að frá og með 1. júlí til og með 31. ágúst 2016 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn á framangreindu tímabili nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnframt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.
Forseti bæjarstjórnar leggur til að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar 21. júní nk verði felldur niður þar sem fyrirsjáanlegt er að engin aðkallandi mál muni liggja fyrir fundi. Næsti fundur bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar verður því 6. september 2016 kl. 16:00.
Í 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir: Sveitarstjórn er heimilt að fella niður reglulegan fund sinn, enda sé tillaga um slíkt samþykkt mótatkvæðalaust á næsta fundi sveitarstjórnar á undan.
Tillagan var felld með atkvæðum Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista, Evu Hrundar Einarsdóttur D-lista og Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskaði eftir umræðu um innanlandsflugið sem almenningssamgöngur.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Akureyrar skorar á ríkisstjórn Íslands að taka til skoðunar niðurgreiðslu- og jöfnunarkerfi í innanlandsflugi. Í þessu sambandi er bent á leið sem farin hefur verið í Skotlandi til að koma til móts við íbúa sem treysta á flugsamgöngur á strjálbýlli svæðum landsins. Þessi leið sem gengur undir nafninu Air Discount Scheme for the Highlands and Islands veitir íbúum með lögheimili á ákveðnum svæðum rétt til 50% afsláttar af fargjöldum hjá flugfélögum sem taka þátt í verkefninu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.
Starfsáætlun og stefnuumræða umhverfisnefndar.
Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 21. apríl 2015 um að formaður fastanefndar sem ekki á sæti í bæjarstjórn, mæti á fund bæjarstjórnar, hafi framsögu, taki þátt í umræðum og svari fyrirspurnum þegar umræða um stefnu og starfsáætlun málaflokksins fer fram, mætti Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður umhverfisnefndar og gerði grein fyrir starfsáætlun nefndarinnar.
Almennar umræður.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.