Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. október 2014:\nErindi dagsett 29. september 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Hlyns Hallssonar sækir um leyfi til breytinga á útliti hússins Hafnarstrætis 90 vegna byggingar svala á suðurhlið hússins. \nSkipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt og dagsett 23. október 2014.\nÞar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. október 2014:\nSkipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Krossaneshaga, A-áfanga" í samræmi við bókun nefndarinnar frá 25. september 2014. Í breytingunni felst m.a. að kvöð um göngustíg á lóðum við Baldursnes og Njarðarnes fellur niður. Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni arkitekt hjá Formi dagsett 29. október 2014.\nÞar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. október 2014:\nErindi dagsett 17. október 2014 þar sem Ómar Ívarsson f.h. Hugrúnar Ívarsdóttur og Halldórs Magna Sverrissonar óskar eftir að rífa gamla bílskúrsbyggingu á lóð nr. 43 við Strandgötu og reisa nýja. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 1. júní 2011 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.\nTillagan er dagsett 17. október 2014 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.\nÞar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
<DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>
2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 30. október 2014:\nUnnið að gerð fjárhagsáætlunar.\nJón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.\nBæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2015-2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
<DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018 til frekari yfirferðar og umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.</DIV></DIV>
Bæjarfulltrúi Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskaði eftir umræðu um málefni lögreglunnar og vopnakaup.\nAlmennar umræður.\n\nSóley Björk Stefánsdóttir lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:\nBæjarstjórn Akureyrar beinir því til ríkisvaldsins að efla löggæslu og þar með öryggi bæði borgara og lögreglumanna með því að fjölga lögreglumönnum og auka menntun þeirra en fara mjög varlega og af skynsemi í breytingar á aðgengi lögreglumanna að vopnum.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
<DIV><DIV></DIV></DIV>