Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram tillaga V-lista um breytingu á skipan á aðal- og varaáheyrnarfulltrúa í frístundaráði og varamanni í skipulagsráði.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir tekur sæti áheyrnarfulltrúa í frístundaráði í stað Vilbergs Helgasonar og Ásrún Ýr Gestsdóttir tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í frístundaráði í stað Ölfu Drafnar Jóhannsdóttur.
Ólafur Kjartansson tekur sæti varamanns í skipulagsráði í stað Vilbergs Helgasonar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar tillögur með 11 atkvæðum.
2. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. janúar 2017:
Drög að deiliskipulagi Hríseyjar - hafnar- og miðsvæðis var kynnt 1. desember 2016 samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar, í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar og í versluninni í Hrísey. Kynningarfundur var haldinn 8. desember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 30. desember 2016.
Tvær ábendingar bárust:
1) Eigendur Ægisgötu 9, dagsett 8. desember 2016.
Óskað er eftir að efri hæð verbúðarinnar verði skilgreind sem frístundahús.
2) Norðurorka, dagsett 14. desember 2016.
Norðurorka hefur á vinnslustigi málsins komið að ábendingu vegna dælustöðvar fráveitu og er gert ráð fyrir lóð undir hana í tillögunni.
Hver staðsetning dælustöðvarinnar verður innan lóðar er ekki gott að segja þegar nánari hönnun hefur ekki farið fram. Æskilegt væri að hafa opnari skilmála um að stöðin geti ef á þarf að halda verið sunnar á lóðinni.
Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Svar við erindi eigenda Ægisgötu:
Skipulagsráð telur að halda eigi starfsemi verbúðanna óbreyttri. Verbúðirnar eru íverustaðir og rúma ýmsa starfsemi tengda bátum og höfninni og er eina aðstaðan í Hrísey fyrir slíka starfsemi. Skipulagsráð synjar því erindinu.
Skipulagsráð samþykkir að hafa byggingarreit dælustöðvar fráveitu rúman til suðurs í samræmi við ósk Norðurorku.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
3. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. janúar 2017:
Erindi dagsett 1. september 2016 þar sem Björn Ómar Sigurðarson f.h. T21 ehf., kt. 430615-1060, óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðartún 2-12. Byggja 15 íbúða fjölbýlishús með bílageymslum fyrir 6 íbúðir. Bílastæðakröfur verði í samræmi við gildandi deiliskipulag. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að gera tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fundi sínum 14. desember 2016. Erindið var grenndarkynnt 22. desember 2016 með athugasemdafresti til 17. janúar 2017.
Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. janúar 2017:
Erindi dagsett 21. október 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Magnum Opus ehf., kt. 470714-0850, sækir um aukið byggingamagn á lóð nr. 21 við Krókeyrarnöf og heimild til að byggja sundlaug. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 26. október 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 23. desember 2016 samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og lauk 11. janúar 2017 þar sem allir sem grenndarkynninguna fengu höfðu skilaði inn samþykki sínu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. janúar 2016:
Erindi dagsett 5. janúar 2017 þar sem Þór Konráðsson f.h. Sjafnarness hf., kt. 691206-3270, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Sjafnarnes þar sem byggingarreit verði breytt. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 11. janúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á skipulagi. Tillagan er dagsett 17. janúar 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi og gerir ráð fyrir færslu á byggingarreit og breytingu á hámarks vegg- og þakhæð mannvirkja á lóðinni.
Einungis er um að ræða stækkun á byggingarreit og hámarkshæð mannvirkja og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
16. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 25. janúar 2017:
Vinnuhópur um verklagsreglur um lokanir gatna leggur fram endurskoðaðar verklagsreglur. Einnig er óskað eftir því við bæjaryfirvöld að peningi verði veitt í verkefni á vegum miðbæjarstjóra starfandi hjá Akureyrarstofu með áherslu á að efla miðbæinn.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar verði samþykktar. Jafnframt vísar skipulagsráð til bæjarráðs ósk um fjárveitingu í verkefni á vegum miðbæjarstjóra starfandi hjá Akureyrarstofu með áherslu á að efla miðbæinn.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs að Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um verklagsreglur vegna tímabundinna lokana gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja með 11 atkvæðum.
4. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 18. janúar 2017:
Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um heimaþjónustu. Helstu breytingar varða aðlögun að nýlega samþykktri gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu og heimsendingu matar.
Velferðarráð samþykkir tillögu að breytingum á reglum um heimaþjónustu og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu velferðarráðs um breytingar á reglum um heimaþjónustu Akureyrarbæjar með 11 atkvæðum.
3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 26. janúar 2017:
2. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 17. janúar 2017:
Yfirferð og umræða um fjárhagsáætlun ráðsins árið 2017. Tillaga að leiðréttingu á gjaldskrá Sundlaugar Akureyrar.
Frístundaráð samþykkir tillögu á leiðréttingu á gjaldskrá Sundlaugar Akureyrar og vísar gjaldskránni til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir leiðrétta gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir leiðrétta gjaldskrá Sundlaugar Akureyrar með 11 atkvæðum.
Starfsáætlun og stefnuumræða skipulagsráðs.
Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 21. apríl 2015 um að formaður fastanefndar sem ekki á sæti í bæjarstjórn, mæti á fund bæjarstjórnar, hafi framsögu, taki þátt í umræðum og svari fyrirspurnum þegar umræða um stefnu og starfsáætlun málaflokksins fer fram, mætti Tryggvi Már Ingvarsson formaður skipulagsráðs og gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.
Almennar umræður.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.