Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. nóvember 2013:\nSkipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 28. mars 2012 að yfirfara innsendar umsagnir og athugasemdir, sem bárust vegna fyrri auglýsingar á tillögunni, ásamt því að gera tillögur um breytingar í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfunum. \nSnjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðið hefur nú verið staðfest.\nSkipulagsstjóri lagði fram endurskoðaða tillögu dags. 25. nóvember 2013 að deiliskipulagi af skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Tillagan er unnin af Landslagi ehf. Einnig var lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana dags. 25. nóvember 2013.\nÓmar Ívarsson frá Landslagi ehf mætti á fundinn og kynnti tillöguna.\nSkipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
<DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. nóvember 2013:\nErindi dags. 20. nóvember 2013 þar sem Bjarni Hallgrímsson sækir um leyfi fyrir breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar vegna viðbyggingar á lóð nr. 19 við Óseyri í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 28. apríl 2010. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur frá Arkitektur.is dags. 25. nóvember 2013.\nÞar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
<DIV><DIV><DIV><P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><SPAN lang=EN-GB style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: Arial; COLOR: black; mso-bidi-font-style: italic">Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista á því athygli að hann teldi <SPAN style="mso-spacerun: yes"> </SPAN>sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. <?xml:namespace prefix = "o" ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></SPAN></P><P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><SPAN lang=EN-GB style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: Arial; COLOR: black; mso-bidi-font-style: italic">Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum. <o:p></o:p></SPAN></P><P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><SPAN lang=EN-GB style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: Arial; COLOR: black; mso-bidi-font-style: italic">Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista sat hjá við afgreiðslu.<o:p></o:p></SPAN></P><P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><SPAN lang=EN-GB style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: Arial; COLOR: black; mso-bidi-font-style: italic">Tryggvi Þór Gunnarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.</SPAN></P><P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><SPAN lang=EN-GB style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: Arial; COLOR: black; mso-bidi-font-style: italic"><o:p></o:p></SPAN> </P><P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt"><SPAN lang=EN-GB style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: Arial; mso-fareast-font-family: " AR-SA? mso-bidi-language: EN-US; mso-fareast-language: EN-GB; mso-ansi-language: Roman?; New Times><EM>Oddur Helgi Halldórsson L-lista lagði fram tillögu um að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar og var hún samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.</EM></SPAN></P></DIV></DIV></DIV>
5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 27. nóvember 2013:\nSoffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar fór yfir tillögur að breytingum á reglum um skammtímavistun fyrir fatlað fólk sem gildi tóku 1. janúar 2013.\nFélagsmálaráð samþykkir breytingarnar sem taka gildi 1. janúar 2014.
<DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um skammtímavistun fyrir fatlað fólk með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>
6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 27. nóvember 2013:\nReglur um lengda viðveru fatlaðra barna og ungmenna lagðar fram til afgreiðslu.\nFélagsmálaráð samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til bæjarstjórnar.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um lengda viðveru fatlaðra barna og ungmenna með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 21. nóvember 2013:\nLögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2014:\n\na) I) Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,38% af fasteignamati húsa og lóða.\nII) Fasteignaskattur hesthúsa verði 0,625% af fasteignamati húsa og lóða.\n\nb) Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.\n\nc) Fasteignaskattur af öðru húsnæði en a) og b) lið verði 1,65% af fasteignamati húsa og lóða.\n\nd) Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.\n\ne) Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.\n\nf) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis .....\n\ng) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum .....\n\nh) Fráveitugjald verði 0,15% af fasteignamati húsa og lóða.\n\nVatnsgjald og fráveitugjald (holræsagjald) leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.\nAlmennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2014 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 10.000 kr., er 3. febrúar 2014. Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram. Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur hvers mánaðar eftir álagningu.\nBæjarráð samþykkir liði a) til e) og lið h) í framlagðri tillögu um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2014 ásamt tillögu um gjalddaga fasteignagjalda og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.\n\nBæjarráð frestar afgreiðslu á liðum f) og g).
<DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>
5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 21. nóvember 2013:\nLögð fram tillaga um að útsvarsprósentan í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2014 í Akureyrarkaupstað verði óbreytt eða 14,48%.\nBæjarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði óbreytt eða 14,48% og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Hulda Stefánsdóttir formaður umhverfisnefndar gerði grein fyrir stöðuskýrslu nefndarinnar.\nAlmennar umræður urðu í kjölfarið.
<DIV><DIV><DIV> </DIV></DIV></DIV>
Bæjarfulltrúi Logi Már Einarsson S-lista óskaði eftir að tekið yrði til umræðu í bæjarstjórn hvort setja ætti inn í framtíðinni ákvæði um ákveðið ráðningartímabil í ráðningarsamninga hjá stjórnendum Akureyrarbæjar.\nAlmennar umræður urðu í kjölfarið.
<DIV><DIV><DIV>Logi Már Einarsson S-lista lagði fram tillögu svohljóðandi:</DIV><DIV>Bæjarráði sem gegnir hlutverki stjórnsýslunefndar verði falið að yfirfara reglur um ráðningar embættismanna og æðstu stjórnenda bæjarins og skoða hvort eigi að samræma þær lögum og reglum sem eru í gildi hjá sambærilegum stéttum í vinnu hjá ríkinu.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga Loga Más Einarssonar var borin upp og var hún samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.</DIV><DIV>Inda Björk Gunnarsdóttir L-lista og Oddur Helgi Halldórsson L-lista sátu hjá við afgreiðslu.</DIV></DIV></DIV>
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
<DIV></DIV>