Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram tillaga L-listans, bæjarlista Akureyrar, um breytingu á skipan aðalmanns í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar svohljóðandi:
Valur Freyr Halldórsson tekur sæti aðalmanns í stað Jóhanns Gunnars Sigmarssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. nóvember 2015:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Sandgerðisbót vegna lóðar fyrir skolphreinsistöð sbr. bókun skipulagsnefndar þann 24. júní 2015.
Skipulagsnefnd leggur til að nýtingarhlutfall lóðarinnar lækki úr 0,33 í 0,31 og leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.
5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. nóvember 2015:
Erindi dagsett 6. október 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni hjá Form ehf. þar sem hann f.h. Magnum Opus ehf., kt. 470714-0850, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis reits 28 og Naustagötu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 28. október 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá teiknistofnunni Form, dagsett 11. nóvember 2015.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.
18. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 25. nóvember 2015:
Skipulagsstjóri leggur fram drög að samkomulagi um breytt staðarmörk Akureyrarkaupstaðar og Hörgársveitar byggt á aðalskipulagsbreytingu sem tók gildi 24. september síðastliðinn.
Skipulagsnefnd samþykkir framlögð drög og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn í samræmi við sveitastjórnarlög nr. 138/2011.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt samkomulag um breytt staðarmörk Akureyrarkaupstaðar og Hörgársveitar með 11 samhljóða atkvæðum.
5. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 26. nóvember 2015:
Lögð fram tillaga um breytingu á samþykktinni. Tilgangur tillögunnar er að skilgreina gildistíma styrkveitinga úr sjóðnum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða breytingu og vísar til samþykktar í bæjarstjórn Akureyrar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarfulltrúi Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir umræðu um samstarf sveitarfélaga í Eyjafirði í atvinnumálum með áherslu á ferðaþjónustu.
Almennar umræður.
3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 26. nóvember 2015:
Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2016 í Akureyrarkaupstað.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir hámarksútsvarsprósentu fyrir árið 2016 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um hámarksútsvarsprósentu með 11 samhljóða atkvæðum. Miðað er við að útsvarshlutfall fyrir árið 2016 verði hámarksútsvar þ.e. 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli fyrirhugaðs samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Gengið er út frá að lagabreyting þessa efnis verði afgreidd fyrir lok haustþings.
4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 26. nóvember 2015:
Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2016.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2016 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2016 með 11 samhljóða atkvæðum.
2. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 19. nóvember 2015:
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 13. ágúst sl.
6. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 13. ágúst 2015:
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 8. júlí 2015:
Tekið fyrir að nýju í framhaldi af fundi þann 16. júní 2015 með fulltrúum Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, þar sem óskað var eftir að gerðar yrðu breytingar á orðalagi á 2. gr., 5. gr. og 7. gr. tillögu um fólkvang á Glerárdal.
Skipulagsnefnd gerir tvær orðalagsbreytingar við tillögu Umhverfisstofnunar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.
Afgreiðslu breytingartillögunnar þannig breyttri er vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Bæjarráð vísar breytingartillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir breytingartillöguna með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.