Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 -
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3379

Nefndarmenn

    • Matthías Rögnvaldssonforseti bæjarstjórnar
    • Ingibjörg Ólöf Isaksen
    • Sóley Björk Stefánsdóttir
    • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
    • Logi Már Einarsson
    • Sigríður Huld Jónsdóttir
    • Silja Dögg Baldursdóttir
    • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
    • Eva Hrund Einarsdóttir
    • Gunnar Gíslason
    • Njáll Trausti Friðbertsson

Starfsmenn

    • Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
    • Heiða Karlsdóttirfundarritari
Áshildur Hlín Valtýsdóttir Æ-lista mætti í forföllum Margrétar Kristínar Helgadóttur.[line]
  • Strandgata 11b, Glerárgata 3b og Glerárgata 7 - umsókn um breytingar á lóðamörkum

    Málsnúmer 2015080090

    2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. september 2015:

    Erindi dagsett 19. ágúst 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Hagsmíði ehf., kt. 581295-2359, sækir um breytingu á lóðamörkum Strandgötu 11b, Glerárgötu 3b og Glerárgötu 7. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 26. ágúst 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

    Tillagan er dagsett 30. september 2015 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.

    Einungis er um að ræða minniháttar breytingu á lóðamörkum og kvöð um aðgengi innan lóða umsækjanda og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Naustahverfi reitur 28, Krókeyrarnöf 21 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2015090019

    4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. september 2015:

    Erindi dagsett 1. september 2015 frá Ágústi Hafsteinssyni hjá Formi ehf., þar sem hann f.h. Magnum Opus ehf., kt. 470714-0850, óskaði eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis reits 28 og Naustagötu, þannig að leyft verði að auka byggingamagn í Krókeyrarnöf 21 í 385 m² eða um 34 m² og gera skyggni yfir bílgeymslu- og aðaldyrahurðum út fyrir byggingarreit.

    Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 9. september síðastliðinn að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi og er meðfylgjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar dagsett 30. september 2015 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá teiknistofunni Formi.

    Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Golfklúbbur Akureyrar, Jaðar - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

    Málsnúmer 2015090246

    5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. september 2015:

    Erindi dagsett 24. september 2015 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 580169-7169, óskar eftir stækkun á byggingarreit fyrir æfingahús. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fylgir erindinu, dagsett 24. september 2015 sem unnin var af Steinmari H. Rögnvaldssyni H.S.Á. Teiknistofu.

    Einungis er um að ræða stækkun á byggingarreit fyrir geymslu- og æfingahús og er breyting sem einungis varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Naustahverfi 1. áfangi - Hólmatún 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingar

    Málsnúmer 2015040083

    6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. september 2015:

    Erindi dagsett 14. apríl 2015 þar sem Magnús Garðarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á deiliskipulagi Naustahverfis 1. áfanga vegna Hólmatúns 2. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 29. apríl 2015 að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi.

    Breytingartillagan er dagsett 15. ágúst og unnin af Sigurði Björgúlfssyni hjá VA Arkitektum.

    Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Hesjuvellir landnr. 212076 - deiliskipulag

    Málsnúmer 2015080002

    8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 30. september 2015:

    Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. október 2012, sjá mál 2012090227, að leggja fram tillögu að deiliskipulagi eignarlandsins.

    Umsækjandi leggur hér með fram skipulagslýsingu fyrir deiliskipulagið sem er dagsett 30. september 2015 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Formi arkitektastofu og Guðmundi Helga Gunnarssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.

    Skipulagsnefnd óskar eftir að umhverfisnefnd verði bætt við sem samráðsaðila og leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin þannig breytt verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

    Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Menningarmál og menningarsamningur við ríkið

    Málsnúmer 2015100001

    Umræður um menningarmál og menningarsamning við ríkið.

    Lögð fram tillaga að bókun svohljóðandi:



    Á undanförnum árum hafa framlög til stofnana ríkisins í Reykjavík s.s. Hörpu, Listasafns Íslands, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands hækkað um hundruði milljóna króna á sama tíma og framlög ríkisins til sambærilegra stofnana á Akureyri hafa staðið í stað. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2016 er ekki að sjá neina breytingu á þessu.

    Akureyri gegnir mikilvægu hlutverki í menningarstarfi á Norður- og Austurlandi og framboð á menningu er mikilsverður þáttur í því að tryggja jöfn búsetuskilyrði.

    Bæjarstjórn telur þessa mismunun, sem í framlögunum birtist, óskiljanlega og í raun svo óásættanlega að ekki verður lengur við unað.



    Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum og felur bæjarstjóra og formanni stjórnar Akureyrarstofu að taka upp viðræður við mennta- og menningarmálaráðherra um endurnýjaðan menningarsamning milli ríkis og Akureyrarbæjar.

  • Skýrsla bæjarstjóra

    Málsnúmer 2010090095

    Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi.