Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 - 17:20
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3316

Nefndarmenn

    • Geir Kristinn Aðalsteinssonforseti bæjarstjórnar
    • Hlín Bolladóttir
    • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
    • Halla Björk Reynisdóttir
    • Inda Björk Gunnarsdóttir
    • Oddur Helgi Halldórsson
    • Tryggvi Þór Gunnarsson
    • Anna Hildur Guðmundsdóttir
    • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
    • Hermann Jón Tómasson
    • Njáll Trausti Friðbertsson
    • Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
    • Heiða Karlsdóttirfundarritari
Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að bæta við 2. lið í útsendri dagskrá breytingu á skipan fulltrúa L-lista í skólanefnd og varaformanns og einnig breytingu á skipan fulltrúa V-lista í stjórn Akureyrarstofu og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
  • Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum - áheyrnarfulltrúar skv. nýjum sveitarstjórnarlögum

    Málsnúmer 2010060027

    Lögð fram tillaga V-lista um skipan áheyrnarfulltrúa í þeim fastanefndum sem framboðið á ekki fulltrúa í.

    Framkvæmdaráð:

    Sóley Björk Stefánsdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir verður varaáheyrnarfulltrúi

    Íþróttaráð:

    Dýrleif Skjóldal verður áheyrnarfulltrúi og Örvar Sigurgeirsson verður varaáheyrnarfulltrúi.

    Samfélags- og mannréttindaráð:

    Guðrún Þórsdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Sigmundur Sigfússon verður varaáheyrnarfulltrúi.

    Skólanefnd:

    Ingibjörg Salóme Egilsdóttir verður áheyrnarfulltrúi og Valur Sæmundsson verður varaáheyrnarfulltrúi.

    Umhverfisnefnd:

    Ólafur Kjartansson verður áheyrnarfulltrúi og Kristín Sigfúsdóttir verður varaáheyrnarfulltrúi.

    Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

    Málsnúmer 2010060027

    Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan formanns, verði skipaður formaður í stað Sigurveigar S. Bergsteinsdóttur.\nSigríður María Hammer tekur sæti aðalmanns í stað Sigurveigar S. Bergsteinsdóttur og verði Sigríður María jafnframt varaformaður í stað Prebens Jóns Péturssonar.\n\nEinnig lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa V-lista í stjórn Akureyrarstofu:\nHildur Friðriksdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

    <DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>

  • Aðalskipulag Hríseyjar 2010-2018 - skipulagslýsing

    Málsnúmer 2010110062

    1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. janúar 2012:\nSkipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu unna af Ómari Ívarssyni frá X2 hönnun og skipulagi ehf.\nSkipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

    <DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>

  • Rangárvellir - deiliskipulagsbreyting á reit 1.42.10 I

    Málsnúmer 2011040021

    2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. janúar 2012:\nErindi dags. 5. apríl 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf, kt. 481287-1039, óskar eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir breyttu deiliskipulagi. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi móttekin 19. janúar 2012.\nHelstu breytingar frá núgildandi deiliskipulagi eru eftirfarandi:\n1. Gatnatengingu frá Hlíðarfjallsvegi er hliðrað uþb. 28 m til austurs.\n2. Byggingarreitir eru sameinaðir og stækkaðir í einn byggingarreit til að mæta breytingum á sviði endurvinnsluiðnaðar og væntanlegri þörf fyrir frekari byggingar og mannvirki á lóðinni.\n3. Jarðvegsmön verður komið upp á lóðarmörkum að vestan meðfram Síðubraut og vestast á lóðarmörkum að sunnan meðfram Hlíðarfjallsvegi.\nSkipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    <DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>

  • Reglur félagsmálaráðs Akureyrar um fjárhagsaðstoð

    Málsnúmer 2010010047

    3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 19. janúar 2012:\n2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 11. janúar 2012:\nGuðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri og Ester Lára Magnúsdóttir verkefnastjóri kynntu drög að breytingum á reglum félagsmálaráðs um fjárhagsaðstoð.\nFélagsmálaráð samþykkir breyttar reglur með athugasemdum sem gerðar voru á fundinum og vísar málinu til bæjarráðs.\nBæjarráð samþykkir framlagðar reglur um fjárhagsaðstoð og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    <DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um fjárhagsaðstoð með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>

  • Búsetudeild - gjaldskrár 2012

    Málsnúmer 2011120048

    5. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 19. janúar 2012:\n5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 11. janúar 2012:\nSoffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lagði fram breytingu á tekjumörkum í gjaldskrá fyrir heimaþjónustu Akureyrarbæjar 2012.\nFélagsmálaráð samþykkir hækkun á tekjumörkum fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.\nBæjarráð samþykkir framlagða breytingu á tekjumörkum í gjaldskrá fyrir heimaþjónustu Akureyrarbæjar og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    <DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingu á gjaldskrá með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>

  • Stefnuumræða í bæjarstjórn 2012 - áætlun

    Málsnúmer 2012010347

    Lögð fram tillaga að umræðu um starfsáætlanir fastanefnda og 2ja B-hluta fyrirtækja 2012 svohljóðandi:\n3. apríl stjórn Akureyrarstofu, 17. apríl skólanefnd, 8. maí umhverfisnefnd, 22. maí framkvæmdaráð/stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar , 5. júní samfélags- og mannréttindaráð, 19. júní skipulagsnefnd, 4. september félagsmálaráð, 18. september íþróttaráð, 2. október Hafnasamlag Norðurlands, 16. október Norðurorka og 6. nóvember stjórnsýslunefnd.

    <DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagða áætlun með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>

  • Samþykkt um búfjárhald - seinni umræða

    Málsnúmer 2010080055

    Lögð fram til seinni umræðu samþykkt um búfjárhald í Akureyrarkaupstað. \n4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 3. febrúar 2012:\nBæjarráð vísaði á fundi sínum 19. janúar 2012 7. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 12. janúar 2012 til framkvæmdaráðs:\nAndrea Sigrún Hjálmsdóttir, Ásvegi 21, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.\nAndrea Sigrún Hjálmsdóttir óskar eftir að í nýrri Samþykkt um búfjárhald í Akureyrarkaupstað verði felld út úr 2. grein setningin: Sækja þarf um byggingarleyfi vegna hæsnakofa í görðum til skipulagsdeildar og skal samþykki nágranna fylgja umsókninni.\nGreinargerð.\nAkureyrarkaupstaður býr yfir skýrum byggingarreglugerðum sem gilda einnig um byggingu hænsnakofa í görðum og því ekki þörf á sérákvæði í búfjársamþykktinni hvað þetta varðar. Það er mikilvægt að taka fram að engar formlegar kvartanir hafa borist Akureyrarbæ vegna hænsnahalds í bænum og því verður ekki séð að hér sé um verulegt vandamál að ræða sem girða þarf fyrir. Hins vegar er ljóst að hænsnahald er fyrsta skref margra bæjarbúa að sjálfbærum lífsháttum. Áhugi íbúa á hænsnabúskap virðist vera að aukast sem er vel því um umhverfisvænan búskap sé að ræða þar sem hænurnar borða lífrænan úrgang af heimilinu.\nAuk þess sem uppeldislegt gildi þess að einhverjir íbúar bæjarins velji að halda hænsn innan bæjarmarkanna er mikið. Það ætti því að vera bæjarfélaginu til framdráttar að stuðla að slíkum smábúskap íbúa og auka þannig fjölbreytileika samfélagsins fremur en að setja íþyngjandi reglugerðir sem letjandi eru fyrir áhugasama hænsnabændur.\n\nSigfús Arnar Karlsson B-lista lagði fram tillögu um að sett yrði sérstakt ákvæði um að eigendur hana sem nú þegar eru haldnir, fái að halda þá meðan hanarnir lifa.\nTillaga Sigfúsar var felld með 3 atkvæðum gegn atkvæði Sigfúsar Arnars Karlssonar. \nNjáll Trausti Friðbertsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.\n\nMeirihluti framkvæmdaráðs samþykkir samþykktina.\nSigfús Arnar Karlsson B-lista sat hjá við afgreiðslu.

    <DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagða samþykkt um búfjárhald með 9 atkvæðum gegn atkvæði Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista.</DIV><DIV>Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista sat hjá við afgreiðslu.</DIV></DIV>

  • Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - þriggja ára áætlun 2013-2015 - fyrri umræða

    Málsnúmer 2012010262

    6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 2. febrúar 2012:\nUnnið að gerð þriggja ára áætlunar 2013-2015.\nBæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    <DIV><DIV>Fram kom tillaga um að vísa þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar 2013-2015 til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>

  • Vaðlaheiðargöng

    Málsnúmer 2011110045

    Umræður um Vaðlaheiðargöng.

    <DIV>Lögð fram tillaga að bókun svohljóðandi:</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarstjórn Akureyrar leggur áherslu á að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hefjist hið fyrsta. Gerð ganganna er mikilvæg samgöngubót fyrir alla þá sem ferðast um Norðurland, eykur umferðaröryggi og eflir atvinnulíf. </DIV><DIV>Bæjarstjórn minnir á að aðrar samgöngubætur á samgönguáætlun munu ekki líða fyrir framkvæmd Vaðlaheiðarganga né heldur önnur brýn verkefni, t.d. í heilbrigðisþjónustu, þar sem framkvæmdin verður fjármögnuð með veggjöldum ganganna. Jafnframt vill bæjarstjórn benda á að ríkissjóður fær um þrjá milljarða í beinar tekjur af framkvæmdinni á framkvæmdatíma ganganna. </DIV><DIV>Í skýrslu IFS Greiningar sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið er meginniðurstaðan sú að helstu forsendur um stofnkostnað og rekstur séu innan raunhæfra marka en lagt til að eigið fé félagsins verði aukið. Bæjarstjórn Akureyrar telur eðlilegt að taka tillit til þessara ábendinga og lýsir yfir vilja sínum til að koma að aukningu hlutafjár í samstarfi við aðra hluthafa. Bæjarstjórn skorar jafnframt á Alþingi að ljúka málinu sem fyrst svo hægt verði að hefjast handa við þessa mikilvægu framkvæmd. </DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.<SPAN style="LINE-HEIGHT: 115%; FONT-FAMILY: Arial; FONT-SIZE: 10pt; mso-ansi-language: EN-US; mso-fareast-font-family: " lang=EN-US Times New Roman?; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA?></DIV></SPAN>

  • Skýrsla bæjarstjóra

    Málsnúmer 2010090095

    Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.

    <DIV></DIV>