Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram tillaga B-lista um breytingu á skipan varamanns í framkvæmdaráði:
Óskar Ingi Sigurðsson tekur sæti Guðmundar Baldvins Guðmundssonar sem varamaður í framkvæmdaráði.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskaði eftir umræðu um styttingu vinnuvikunnar hjá Akureyrarbæ.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að fela bæjarráði að kostnaðargreina og skilgreina tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma án launaskerðingar og leggja niðurstöður fyrir bæjarstjórn fyrir árslok 2016.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.
Hlé var gert á fundi frá kl. 17:10 til 17:45.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eva Hrund Einarsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Sigurjón Jóhannesson óskuðu eftir eftirfarandi umræðu: Reykjavíkurflugvöllur - staða máls eftir dóm Hæstaréttar um lokun á neyðarbraut.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Sigurjón Jóhannesson D-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar óskar eftir fundi með forsætisnefnd Alþingis, forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra til að ræða þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin um framtíð innanlandsflugs og sérstaklega sjúkraflugs eftir nýlegan dóm Hæstaréttar.
Það er ljóst að verði neyðarbrautinni lokað hefur öryggi í sjúkraflutningum með flugi verið skert verulega og það mikið að öryggishagsmunir íbúa á landsbyggðinni eru í húfi og reyndar allra þeirra sem þurfa að reiða sig á bráðaþjónustu Landspítalans.
Það verður ekki hjá því komist að Alþingi taki strax af öll tvímæli um það að það verði engar óafturkræfar breytingar gerðar á Reykjavíkurflugvelli á meðan engar ákvarðanir hafa verið teknar um aðrar lausnir á flugsamgöngum til og frá höfuðborg allra landsmanna.
Þetta mál verður að fá algjöran forgang hjá ríkisstjórn og Alþingi enda hafa sveitarstjórnir víðs vegar um land lýst miklum áhyggjum af málinu og mikill meirihluti landsmanna vill völlinn í óbreyttri mynd eins og margoft hefur komið fram.
Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn atkvæðum Evu Hrundar Einarsdóttir D-lista, Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista og Sigurjóns Jóhannessonar D-lista. Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.
Logi Már Einarsson S-lista, fyrir hönd meirihlutans og Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista og Kristínar Bjarkar Gunnarsdóttur Æ-lista, lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar óskar eftir fundi með forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra ásamt öðrum hagsmunaaðilum til að ræða þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin um framtíð innanlandsflugs og sérstaklega sjúkraflugs eftir nýlegan dóm Hæstaréttar.
Það er ljóst að verði neyðarbrautinni lokað hefur öryggi í sjúkraflutningum með flugi verið skert verulega og það mikið að öryggishagsmunir íbúa á landsbyggðinni eru í húfi og reyndar allra þeirra sem þurfa að reiða sig á bráðaþjónustu Landspítalans.
Það er krafa okkar að ráðherrar beiti sér fyrir því að strax verði ráðist í mótvægisaðgerðir og engar frekari breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli á meðan ekki hafa verið teknar ákvarðanir um aðrar lausnir á flugsamgöngum til og frá höfuðborg allra landsmanna.
Þetta mál verður að fá forgang hjá ríkisstjórn, enda hafa sveitarstjórnir víðs vegar um land lýst miklum áhyggjum af málinu og mikill meirihluti landsmanna vill völlinn í óbreyttri mynd eða sambærilega lausn eins og margoft hefur komið fram.
Tillagan var borin upp og samþykkt með 8 atkvæðum. Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Sigurjón Jóhannesson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eva Hrund Einarsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Sigurjón Jóhannesson óskuðu eftir umræðu um bílastæðamál á miðbæjarsvæðinu.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Sigurjón Jóhannesson D-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að gert verði kostnaðar- og rekstrarmat fyrir byggingu og rekstur bílastæðahúss í miðbæ Akureyrar. Lagt verið mat á mismunandi útfærslu á bílastæðahúsi hvað fjölda stæða varðar sem og hvort hluti stæða sé í bílastæðakjallara.
Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, fyrir hönd meirihlutans, lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Bæjarfulltrúar meirihlutans taka undir bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem er í samræmi við umræður sem átt hafa sér stað hér í bæjarstjórn og vísa til þess að slík rekstrarúttekt falli vel að vinnu um úttekt á rekstri bifreiðastæðasjóðs, sem sett var í gang með tillögum aðgerðarhóps um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar. Leggja bæjarfulltrúar meirihlutans til að kostnaðar- og rekstrarmat bílastæðahús verði bætt við þá vinnu.
Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.