Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 - 20:16
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3363

Nefndarmenn

    • Matthías Rögnvaldssonforseti bæjarstjórnar
    • Ingibjörg Ólöf Isaksen
    • Sóley Björk Stefánsdóttir
    • Dagur Fannar Dagsson
    • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
    • Logi Már Einarsson
    • Sigríður Huld Jónsdóttir
    • Eva Hrund Einarsdóttir
    • Gunnar Gíslason
    • Margrét Kristín Helgadóttir
    • Njáll Trausti Friðbertsson
    • Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
    • Heiða Karlsdóttirfundarritari
Dagur Fannar Dagsson L-lista mætti í forföllum Silju Daggar Baldursdóttur. Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá málið Tónlistarskólakennarar - verkfall og kjaramál, sem verði 1. mál á dagskrá og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum. Sóley Björk Stefánsdóttir V-list
  • Tónlistarskólakennarar - verkfall og kjaramál

    Málsnúmer 2014100180

    Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:\nBæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir áhyggjum sínum af því hversu langan tíma hefur tekið að koma á nýjum kjarasamningi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags tónlistarskólakennara.\nSamband íslenskra sveitarfélaga hefur það lögbundna hlutverk að gera kjarasamning við Félag tónlistarskólakennara en samningaviðræður eru nú í höndum Ríkissáttasemjara. Það er einlæg von bæjarstjórnar að samningar á milli samningsaðila náist sem allra fyrst.

    Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum 2014-2018

    Málsnúmer 2014060234

    Lögð fram tillaga frá L-lista um breytingu á skipan varamanns í skólanefnd svohljóðandi:\nKristján Ingimar Ragnarsson tekur sæti varamanns í skólanefnd í stað Tryggva Þórs Gunnarssonar.

    Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Naustahverfi 1. áfangi - umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna Ásatúns 28-32

    Málsnúmer 2014100086

    2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 12. nóvember 2014:\nErindi dagsett 8. október 2014 þar sem Haraldur Árnason f.h. Tréverks ehf, kt. 660269-2829, sækir um breytingu á deiliskipulagi við Ásatún 28-32 í 1. áfanga Naustahverfis. \nÓskað er eftir að íbúðum verði fjölgað úr 14 í 17 og að bílastæðum norðan Ásatúns verði fjölgað um tvö. \nSkipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf og er dagsett 12. nóvember 2014.\nÞar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    <DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>

  • Naustahverfi 1. áfangi - umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna Ásatúns 40-48

    Málsnúmer 2014100070

    3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 12. nóvember 2014:\nErindi dagsett 8. október 2014 þar sem Sævar Helgason f.h. Ásatúns ehf, kt. 410914-1660, sækir um breytingu á deiliskipulagi við Ásatún 40-48 í 1. áfanga Naustahverfis. \nBreytingarnar felast m.a. í að byggingarreitum verði hnikað til innan lóðar, lóð stækkuð um 2m til norðurs, kvöð um bílgeymsluhæð verði felld niður og hæðin nýtt undir íbúðir sem fjölgar úr 46 í 60. Bílastæðakrafa helst óbreytt og hámarkshæð húsanna breytist ekki.\nSkipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf og er dagsett 12. nóvember 2014.\nSkipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    <DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>

  • Njarðarnes 3-7 - umsókn um stækkun byggingarreits

    Málsnúmer 2014100034

    4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 12. nóvember 2014:\nErindi dagsett 3. október 2014 þar sem Alexander Benediktsson f.h. Barkar ehf, kt. 630186-1619, sækir um stækkun byggingarreits við Njarðarnes 3-7.\nSkipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Ágústi Hafsteinssyni frá Formi ehf og er dagsett 12. nóvember 2014.\nÞar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    <DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV></DIV>

  • Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018 - fyrri umræða

    Málsnúmer 2014060172

    Bæjarstjóri mætti á fundinn kl. 16:25.$line$

    Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 30. október 2014 fjárhagsáætlun 2015-2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2015-2018 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Reykjavíkurflugvöllur

    Málsnúmer 2007110127

    Njáll Trausti Friðbertson D-lista óskaði eftir umræðu um málefni Reykjavíkurflugvallar.\n\nNjáll Trausti lagði fram eftirfarandi tillögu:\nBæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir áhyggjum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi þeirra alvarlegu stöðu sem blasir við fari svo að Reykjavíkurborg leyfi byggingar á svokölluðu Hlíðarendasvæði án þess að tryggt sé að hægt verði að nýta NA/SV braut (neyðarbraut) flugvallarins. \nBæjarstjórnin skorar á Reykjavíkurborg að endurskoða nú þegar samþykktir sínar um Hlíðarendasvæðið með það að markmiði að tryggt sé að byggðin og neyðarbrautin eigi samleið. Meirihluti borgarstjórnar hefur með samþykktum sínum á undanförnum mánuðum unnið að því að leggja Reykjavíkurflugvöll af á næstu árum. Þetta er grafalvarlegt í ljósi þess að Rögnunefndin er enn að störfum og borgarstjórn Reykjavíkur er aðili að henni. Þetta er ekki síður alvarlegt þar sem Reykjavík er höfuðborg landsins þar sem flestar stofnanir landsins eru staðsettar sem eiga að þjóna landinu öllu. Hlutverk höfuðborgar er víðtækt og mikilvægt og það verða borgarfulltrúar í borgarstjórn allir að skilja og viðurkenna. Reykjavíkurflugvöllur er lífsnauðsynleg tenging landsbyggðanna við höfuðborg sína og því kemur það ekki á óvart að Alþingi láti málið til sín taka, þegar sérhagsmunir ganga fyrir almannahagsmunum.

    <DIV>Logi Már Einarsson S-lista lagði fram breytingartillögu svohljóðandi:</DIV><DIV>Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir áhyggjum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi þeirra alvarlegu stöðu sem blasir við fari svo að Reykjavíkurborg leyfi byggingar á svokölluðu Hlíðarendasvæði án þess að tryggt sé að hægt verði að nýta NA/SV braut (neyðarbraut) flugvallarins. <BR>Bæjarstjórnin skorar á Reykjavíkurborg að endurskoða nú þegar samþykktir sínar um Hlíðarendasvæðið með það að markmiði að tryggt sé að byggðin og neyðarbrautin eigi samleið.  Meirihluti borgarstjórnar hefur með samþykktum sínum á undanförnum mánuðum unnið að því að leggja Reykjavíkurflugvöll af á næstu árum. Þetta er grafalvarlegt í ljósi þess að Rögnunefndin er enn að störfum og borgarstjórn Reykjavíkur er aðili að henni.  Þetta er ekki síður alvarlegt þar sem Reykjavík er höfuðborg landsins þar sem flestar stofnanir landsins eru staðsettar sem eiga að þjóna landinu öllu. Hlutverk höfuðborgar er víðtækt og mikilvægt og það verða borgarfulltrúar í borgarstjórn allir að skilja og viðurkenna. Reykjavíkurflugvöllur er lífsnauðsynleg tenging landsbyggðanna við höfuðborg sína.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Þegar hér var komið gerði forseti hlé á fundinum.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Breytingartillaga Loga Más var tekin til afgreiðslu og var óskað eftir nafnakalli.</DIV><DIV>Já sögðu bæjarfulltrúarnir:  Logi Már Einarsson S-lista, Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista og Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista.</DIV><DIV>Nei sögðu bæjarfulltrúarnir:  Dagur Fannar Dagsson L-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista, Matthías Rögnvaldsson L-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista, og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Breytingartillaga Loga Más Einarssonar var því felld með 8 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Loga Más Einarssonar S-lista, Margrétar Kristínar Helgadóttur Æ-lista og Sigríðar Huld Jónsdóttur S-lista.</DIV><DIV>  </DIV><DIV>Því næst var tekin til afgreiðslu tillaga Njáls Trausta Friðbertssonar og var óskað eftir nafnakalli.</DIV><DIV>Já sögðu bæjarfulltrúarnir:  Dagur Fannar Dagsson L-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Gunnar Gíslason D-lista, Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista, Matthías Rögnvaldsson L-lista, Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista.</DIV><DIV>Logi Már Einarsson S-lista, Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista og Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Tillaga Njáls Trausta Friðbertssonar var því samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun:</DIV><DIV>Bæjarfulltrúarnir Margrét Kristín Helgadóttir, Logi Már Einarsson og Sigríður Huld Jónsdóttir lýsa þungum áhyggjum sínum af framtíð Reykjavíkurflugvallar í ljósi fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu.<BR>Ofangreindir bæjarfulltrúar hvetja Reykjavíkurborg til þess að fresta öllum samþykktum um áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu, a.m.k. þar til Rögnunefndin hefur lagt fram niðurstöður sínar og landsmönnum verið gefið nægt ráðrúm til þess að fjalla um þær.<BR>Reykjavík er ekki einungis miðstöð stjórnsýslu og helstu stofnana landsins, hún er jafnframt höfuðborg þess og hefur sem slík víðtækum skyldum að gegna gagnvart landinu öllu. <BR></DIV>

  • Skýrsla bæjarstjóra

    Málsnúmer 2010090095

    Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.

    <DIV></DIV>