Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 - 18:00
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3348

Nefndarmenn

    • Geir Kristinn Aðalsteinssonforseti bæjarstjórnar
    • Hlín Bolladóttir
    • Sigurður Guðmundsson
    • Halla Björk Reynisdóttir
    • Oddur Helgi Halldórsson
    • Tryggvi Þór Gunnarsson
    • Víðir Benediktsson
    • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
    • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
    • Logi Már Einarsson
    • Ólafur Jónsson
    • Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
    • Heiða Karlsdóttirfundarritari
Víðir Benediktsson L-lista mætti í forföllum Indu Bjarkar Gunnarsdóttur.
  • Glerárdalur - fólkvangur

    Málsnúmer 2012080081

    1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. desember 2013:\nBæjarstjórn samþykkti 29. ágúst 2012 að hluti Glerárdals yrði skilgreindur sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, gr. 55. Einnig var samþykkt að gerð yrði tillaga til Umhverfisstofnunar um mörk og nýtingarmöguleika fólkvangsins og gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem ákvörðun um fólkvang kann að setja Akureyrarbæ sem rétthafa landsvæðisins.\nLögð var fram tillaga starfshóps sem skipaður var til að vinna að friðun Glerárdals sem fólkvangs. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf sem kom á fundinn og kynnti tillöguna.\nUmhverfisnefnd fjallaði um tillöguna á fundi sínum 5. desember 2013 og vísaði henni til umfjöllunar skipulagsnefndar.\nSkipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.\nSkipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu starfshópsins um afmörkun fólkvangsins og ákvæði hennar að stofna fólkvang á Glerárdal og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    <DIV>

    <DIV>

    <DIV>

    <DIV>Ólafur Jónsson D-lista lagði fram breytingartillögu svohljóðandi:</DIV>

    <DIV>5. gr.&nbsp; Í stað þessara þriggja síðustu setninga:&nbsp; "Umferð hesta er heimil á stikuðum leiðum eða stígum.&nbsp; Heimilt er að nota hross við smölun.&nbsp; Óheimilt er að fara með rekstur hesta um fólkvanginn."&nbsp; komi þessi setning:&nbsp; "Heimilt er að fara á og með hesta um fólkvanginn."</DIV>

    <DIV>7. gr.&nbsp; Í stað: "Hófleg sauðfjárbeit er heimil innan fólkvangsins."&nbsp; komi þessi setning: "Sauðfjárbeit er heimil innan fólkvangsins og ef þurfa þykir skal bæjarstjórn ákvarða ítölu."</DIV>

    <DIV>&nbsp;</DIV>

    <DIV>Tillaga Ólafs Jónssonar var borin upp og felld með 4 atkvæðum Geirs Kristins Aðalsteinssonar L-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Loga Más Einarssonar S-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista&nbsp;&nbsp;gegn 2&nbsp;atkvæðum Ólafs Jónssonar D-lista og Víðis Benediktssonar L-lista.</DIV>

    <DIV>Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Hlín Bolladóttir L-lista, Oddur Helgi Halldórsson L-lista og Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista sátu hjá við afgreiðslu.</DIV>

    <DIV>&nbsp;</DIV>

    <DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu starfshópsins&nbsp;með&nbsp;10 samhljóða atkvæðum.</DIV>

    <DIV>Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.</DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Glerárdalur virkjun - skipulagslýsing vegna aðal- og deiliskipulagsbreytinga

    Málsnúmer 2013110018

    2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. desember 2013:\nSkipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna virkjunaráforma á Glerárdal og byggingar stöðvarhúss í Réttarhvammi ofan Rangárvallarbrúar.\nTillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf sem kom á fundinn og kynnti lýsinguna.\nSkipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.\nSkipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

    <DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>

  • Miðbær Akureyrar, deiliskipulag norðurhluta - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Glerárgötu 3, 5 og 7

    Málsnúmer 2013090038

    3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. desember 2013:\nSkipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta miðbæjar.\nDeiliskipulagstillagan ásamt húsakönnun er unnin af Landslagi ehf og dags. 6. desember 2013.\nSkipulagsnefnd samþykkir að bætt verði við skipulagsskilmálana texta um að skipulagsnefnd áskilji sér rétt til að taka afstöðu til útlits og efnisvals hússins.\nSkipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    <DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>

  • Álagning gjalda - fasteignagjöld 2014 - vatnsgjald, f) og g) liður

    Málsnúmer 2013110131

    Bæjarráð frestaði á fundi sínum þann 21. nóvember sl. afgreiðslu á liðum f) og g) í tillögu að álagningu fasteignagjalda á árinu 2014. \nLögð fram eftirfarandi tillaga:\nf) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald kr. 7.853,90 pr. íbúð og kr. 117,80 pr. fermetra.\ng) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald kr. 15.707,80 pr. eign og kr. 117,80 pr. fermetra.\nÁrlegt vatnsgjald í sumarbústöðum/frístundahúsum skal að lágmarki vera kr. 22.248,20 á ári.\nÁrleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum.\nAukavatnsgjald\nAuk vatnsgjalds, skulu fyrirtæki og aðrir, er nota vatn til annars en heimilisþarfa, greiða\naukavatnsgjald. Aukavatnsgjald skal að jafnaði innheimta samkvæmt mæli sem Norðurorka leggur til og er gjald fyrir mæli innifalið í fastagjaldi fyrir matseiningu. Mælar eru settir upp þar sem áætla má að vatnsnotkun sé mikil. Auk þessa er ákvæði í reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 sem heimilar innheimtu samkvæmt áætlun ef ekki er hægt að koma við mælingu.\nRúmmálsgjald 21,12 kr./m³. Fyrstu 100.000 m³.\nRúmmálsgjald 19,38 kr./m³. Eftir fyrstu 100.000 m³ til 250.000 m³.\nRúmmálsgjald 15,85 kr./m³. Eftir fyrstu 250.000 m³.\nMiðað er við ársnotkun.

    <DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>

  • Álagning gjalda - útsvar 2014

    Málsnúmer 2013110130

    Lögð fram tillaga um að útsvarsprósentan í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2014 í Akureyrarkaupstað hækki um 0,04% og verði 14,52% með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum.\nGert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall þannig að ekki verði um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða.

    <DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>

  • Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017 - gjaldskrár 2014

    Málsnúmer 2013050198

    6. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 5. desember 2013:\nLögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2014.\nBæjarráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskár og fellur frá fyrirhugaðri hækkun á vistunargjöldum í leikskólum og gjöldum vegna félagsþjónustu og vill með því leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að stemma stigu við verðbólgu.\n\nBæjarráð vekur athygli á að ekki verða tekin gjöld af strætisvagnaferðum, bókasafnsskírteinum og bifreiðastæðum.\n\nBæjarráð vísar gjaldskránum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    <DIV><DIV><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; FONT-SIZE: 10pt">Fram kom breytingartillaga við bókun bæjarráðs um að í stað:<SPAN style="mso-spacerun: yes">  "</SPAN>... og fellur frá fyrirhugaðri hækkun á vistunargjöldum í leikskólum og gjöldum vegna félagsþjónustu ..." komi:<SPAN style="mso-spacerun: yes">  "</SPAN>... og fellur frá fyrirhugaðri hækkun á vistunargjöldum í leikskólum, grunnskólum og gjöldum vegna félagsþjónustu...".<?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></SPAN></P><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; FONT-SIZE: 10pt"><o:p> </o:p></SPAN></P><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; FONT-SIZE: 10pt">Breytingartillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.<o:p></o:p></SPAN></P><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; FONT-SIZE: 10pt; mso-fareast-font-family: " Times New Roman?; mso-ansi-language: mso-fareast-language: IS; mso-bidi-language: AR-SA?>Bæjarstjórn samþykkir framlagðar gjaldskrár ásamt breytingartillögunni með 11 samhljóða atkvæðum.</SPAN></DIV></DIV>

  • Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017 - seinni umræða

    Málsnúmer 2013050198

    7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 12. desember 2013:

    1. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 5. nóvember 2013:

    Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

    Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:



    Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti

    Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti

    Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2014

    Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2015

    Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2016

    Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2017

    Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2014-2017



    A-hluta stofnanir:

    Aðalsjóður

    Eignasjóður gatna o.fl.

    Fasteignir Akureyrarbæjar

    Framkvæmdamiðstöð



    B-hluta stofnanir:

    Bifreiðastæðasjóður Akureyrar

    Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar

    Félagslegar íbúðir

    Framkvæmdasjóður Akureyrar

    Fráveita Akureyrar

    Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur

    Hafnasamlag Norðurlands

    Heilsugæslustöðin á Akureyri

    Norðurorka hf

    Strætisvagnar Akureyrar

    Öldrunarheimili Akureyrar



    Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

    7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 12. desember 2013:

    1. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 5. nóvember 2013:

    Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2014 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

    Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:



    Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti

    Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti

    Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2014

    Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2015

    Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2016

    Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2017

    Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2014-2017



    A-hluta stofnanir:

    Aðalsjóður

    Eignasjóður gatna o.fl.

    Fasteignir Akureyrarbæjar

    Framkvæmdamiðstöð



    B-hluta stofnanir:

    Bifreiðastæðasjóður Akureyrar

    Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar

    Félagslegar íbúðir

    Framkvæmdasjóður Akureyrar

    Fráveita Akureyrar

    Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur

    Hafnasamlag Norðurlands

    Heilsugæslustöðin á Akureyri

    Norðurorka hf

    Strætisvagnar Akureyrar

    Öldrunarheimili Akureyrar



    Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

    Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2014 lagðar fram:





    a) Starfsáætlanir



    Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.





    b) Kaup á vörum og þjónustu



    Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið skv. Innkaupastefnu Akureyrarkaupstaðar. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.





    c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar



    Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2014. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna.





    Bæjarstjórn afgreiddi tillögurnar á eftirfarandi hátt:



    a) liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum .



    b) liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.



    c) liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.





    Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið:











    Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 21-24)



    Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 30.184 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 12.794.194 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.



    Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.





    A-hluta stofnanir: (byrja á bls. 25)





    I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 34.849 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 7.523.684 þús. kr.





    II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 62.159 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 15.073.689 þús. kr.





    III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 15.992 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 140.501 þús. kr.





    Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 8 samhljóða atkvæðum.



    Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.





    Samstæðureikningur (bls. 9)



    Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 143.183 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 26.071.409 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.



    Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.





    B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 37)



    Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:





    I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -1.245 þús. kr.





    II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 614 þús. kr.





    III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -20.528 þús. kr.





    IV. Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -41.783 þús. kr.





    V. Fráveita Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 117.490 þús. kr.





    VI. Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur, rekstrarniðurstaða -9.005 þús. kr.





    VII. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 53.884 þús. kr.





    VIII. Heilsugæslustöðin á Akureyri, rekstrarniðurstaða -1.144 þús. kr.





    IX. Norðurorka hf, rekstrarniðurstaða 430.910 þús. kr.





    X. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 7.935 þús. kr.





    XI. Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða 0 þús. kr.





    Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 8 samhljóða atkvæðum.



    Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.





    Samstæðureikningur Akureyrarbæjar: (bls. 3)



    Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð 555.512 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 38.849.910 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 8 samhljóða atkvæðum.



    Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.





    Bókun:



    Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.



    Bókunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.





    Forseti lýsti yfir að 7. liður dagskrárinnar ásamt 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 12. desember 2013 séu þar með afgreiddir.

  • Skýrsla bæjarstjóra

    Málsnúmer 2010090095

    Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.

    <DIV></DIV>