Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 - 17:20
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3343

Nefndarmenn

    • Geir Kristinn Aðalsteinssonforseti bæjarstjórnar
    • Hlín Bolladóttir
    • Sigurður Guðmundsson
    • Halla Björk Reynisdóttir
    • Oddur Helgi Halldórsson
    • Tryggvi Þór Gunnarsson
    • Víðir Benediktsson
    • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
    • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
    • Logi Már Einarsson
    • Njáll Trausti Friðbertsson
    • Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
    • Heiða Karlsdóttirfundarritari
Víðir Benediktsson L-lista mætti í forföllum Indu Bjarkar Gunnarsdóttur.
  • Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

    Málsnúmer 2010060027

    Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan aðalfulltrúa og formanns í samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra:\nJósep Sigurjónsson tekur sæti aðalmanns í stað Bergs Þorra Benjamínssonar.\nHelgi Snæbjarnarson verður formaður nefndarinnar í stað Bergs Þorra Benjamínssonar.

    <DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>

  • Kjarnaskógur og Hamrar - deiliskipulag (SN090096)

    Málsnúmer 2010030017

    1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. september 2013:\nSkipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags var auglýst í Dagskránni 3. júlí 2013 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. Tillaga var unnin af Hermanni Gunnlaugssyni hjá Storð ehf. \nUmsagnir og athugasemdir bárust:\n1) Landsnet dags. 3. júlí 2013.\nBent er á að ekki er minnst á nein viðmið varðandi rafmagnsöryggismál og mælir fyrirtækið með því að slík viðmið verði skilgreind.\n2) Víðir Gíslason dags. 7. júní 2013.\nTelur brýnt að skipuleggja lagnaleið fyrir flutning raforku með jarðstengjum.\nTelur að greina eigi frá 11kV háspennulínum í greinargerð.\nEinnig þarf að meta í heild áhrif háspennulína á starfsemi á svæðinu.\n3) Mannvirkjastofnun dags. 15. júlí 2013. \nLeggur áherslu á að brunavarnir séu hafðar í huga og mælir með því að gerð verði brunahönnun af skipulagssvæðinu.\n4) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra dags. 11. ágúst 2013.\nEkki er gerð athugasemd en vakin athygli á mikilvægi þess að gerð sé grein fyrir fráveitum og hreinsivirkjum fyrir skólp á svæðinu.\n5) Umhverfisstofnun dags. 9. ágúst 2013.\na. Umhverfisstofnun bendir á að mikilvægt sé að upplýsingar um fráveitu frá starfsemi á svæðinu komi skýrt fram á deiliskipulagi.\nb. Einnig er bent á að mikilvægt sé að hlífa sérkennilegum hömrum á svæðinu.\n6) Hamrar útilífs- og umhverfismiðstöð skáta dags. 16. júlí 2013.\na. Stjórn Hamra telur að gera þurfi grein fyrir 11kV háspennulínum og jarðstreng sem liggur um svæðið á uppdrætti.\nb. Gera þarf grein fyrir framtíðarlegu vegar inn á svæðið og telur veg henta vel eins og hann er sýndur á deiliskipulagstillögu frá 2010.\nc. Stjórnin leggur til að tillögu um útileguskála skátafélagsins verði haldið inni.\nSvar við umsögnum og athugasemdum:\n1) Á skipulagsuppdrætti er gerð grein fyrir legu raflagna gegnum skipulagssvæðið og helgunarsvæði þeirra og í greinargerð með skipulaginu er gerð nánari grein fyrir lögnunum og takmörkun nýtingar innan helgunarsvæðis þeirra.\n2) Á skipulagsuppdrætti er gerð grein fyrir legu 11kV háspennulína og takmörkunum á nýtingu svæðisins vegna þeirra.\nVarðandi flutningsleiðir raforku og gerð þeirra lagna þá verður það gert þegar þar að kemur með breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar.\n3) Slökkviliði Akureyrar verður send beiðni um umsögn þess um deiliskipulagstillöguna.\n4) Gerð er grein fyrir staðsetningu rotþróa á deiliskipulagssvæðinu í deiliskipulagstillögunni og fyrir framtíðaráformum um fráveitu í greinargerð.\n5) a. Sjá svar við lið 4. \nb. Ekki er gert ráð fyrir að hömrum á svæðinu verði raskað.\n6) a. Sjá svar við lið 1.\nb. Á deiliskipulagsuppdrætti er sýnd framtíðarlega vegar inn á svæðið. \nc. Umræddur útileguskáli er utan þessa skipulagssvæðis.\nSkipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Almenningssamgöngur

    Málsnúmer 2013070128

    Umræður um almenningssamgöngur á starfssvæði Eyþings.

    <DIV><DIV></DIV></DIV>

  • Skýrsla bæjarstjóra

    Málsnúmer 2010090095

    Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.

    <DIV></DIV>