Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
3. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 13. september 2017:
Erindi dagsett 21. júní 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Þríforks ehf., kt. 650713-0790, sækir um heimild til að deiliskipuleggja breytingar á lóð nr. 12 við Goðanes.
1) Stækka byggingarreit en nýtingarhlutfall verður það sama, þ.e. 0,3 en byggð verði 3 hús á lóðinni.
2) Fjölga innkeyrslum inn á lóðina og færa þær eldri til en alls verða því 4 innkeyrslur inn á lóðina í stað tveggja.
Erindið var grenndarkynnt frá 11. ágúst til 8. september 2017.
Engin athugasemd barst.
Fyrirspurn barst frá Prima lögmönnum ehf. f.h. Akurbergs ehf. dagsett 28. ágúst 2017 í kjölfar grenndarkynningar vegna höfnunar skipulagsráðs á beiðni um deiliskipulagsbreytingu fyrir Goðanes 14 þegar lóðinni var úthlutað.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að svara fyrirspurn Prima lögmanna ehf. í samræmi við umræður á fundinum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.
3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 14. september 2017:
Lagt fram óendurskoðað árshlutauppgjör janúar - júní 2017.
Aðalsteinn Þór Sigurðsson og Hólmgrímur Bjarnason endurskoðendur hjá Deloitt ehf mættu á fundinn og fóru yfir uppgjörið.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar óendurskoðuðu árshlutauppgjöri janúar - júní 2017 til umræðu í bæjarstjórn.
Almennar umræður.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum síðastliðnar vikur.