Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. febrúar 2020:
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 6. febrúar 2020 um breytingu á gr. 5.1. í gjaldskrá gatnagerðargjalda. Í breytingunni felst að bætt er við lið f., um að ekkert gatnagerðargjald greiðist vegna léttra, óeinangraðra skýla í lokunarflokki B.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að gr. 5.1. í gjaldskrá gatnagerðargjalda verði breytt til samræmis við meðfylgjandi minnisblað.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti gjaldskrárbreytingarnar.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á gr. 5.1. í gjaldskrá gatnagerðagjalda með ellefu samhljóða atkvæðum.
Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. febrúar 2020:
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar sem felst í að bætt er við íbúðarhúsalóð á svæði þar sem húsið Byrgi stendur, en fyrirhugað er að rífa það hús. Á lóðinni verður heimilt að byggja allt að fjögur lítil einbýlishús sem geta verið á bilinu 25-60 m² að stærð. Stækka skipulagsmörk deiliskipulagsins til samræmis við afmörkun lóðarinnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin, með smávægilegum lagfæringum, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti deiliskipulagsbreytingarnar.
Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagsbreytingin með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með ellefu samhljóða atkvæðum.
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 10. febrúar 2020:
Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 5. febrúar 2020:
Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um skammtímaþjónustu fyrir fötluð börn. Málið var áður á dagskrá 2. október sl.
Velferðarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar drögunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Heimir Haraldsson kynnti fyrirliggjandi reglur um skammtímaþjónustu.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um skammtímaþjónustu með ellefu samhljóða atkvæðum.
Starfsáætlun og stefnuumræða umhverfis- og mannvirkjaráðs. Andri Teitsson formaður ráðsins kynnti áætlunina.
Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson og Eva Hrund Einarsdóttir.
Rætt um Grænbók um fjárveitingar til háskóla. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 23. janúar 2020 og sendi bæjarstjóri inn umsögn Akureyrarbæjar þann 7. febrúar 2020:
Grænbók um fjárveitingar til háskóla er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Í grænbókinni er gerð grein fyrir núverandi fjárveitingakerfi, valmöguleikum við hönnun á nýju kerfi og settar fram lykilspurningar til að efla umræðu um stefnu um háskóla og hvaða fyrirkomulag fjárveitinga styðji best við innleiðingu á slíkri stefnu.
Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Eyjólfi fyrir heimsóknina og gagnlegar umræður. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að útbúa umsögn vegna grænbókarinnar.
Hilda Jana Gísladóttir fór yfir málið.
Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason og Andri Teitsson.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að tekið verði tillit til byggðasjónarmiða þegar háskólaumhverfi Íslands er til skoðunar, þá ekki síst hvort ástæða sé til að taka stefnumarkandi ákvörðun um að minnka bil menntunarstigs íbúa eftir landsvæðum. Fullyrða má að stofnun Háskólans á Akureyri hafi verið ein besta byggðaaðgerð sem farið hefur verið í. Mikilvægt er að hlúa vel að stofnuninni og að hún sé fjármögnuð þannig að hún nái að sinna hlutverki sínu.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.