Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 16:00 - 16:32
  • Hamrar í Hofi
  • Fundur nr. 3436

Nefndarmenn

    • Halla Björk Reynisdóttirforseti bæjarstjórnar
    • Dagbjört Elín Pálsdóttir
    • Hlynur Jóhannsson
    • Andri Teitsson
    • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
    • Hilda Jana Gísladóttir
    • Ingibjörg Ólöf Isaksen
    • Eva Hrund Einarsdóttir
    • Gunnar Gíslason
    • Sóley Björk Stefánsdóttir
    • Þórhallur Jónsson

Starfsmenn

    • Kristín Sóley Sigursveinsdóttirforstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Starfsaldursforseti Guðmundur Baldvin Guðmundsson setti fund og stýrði í upphafi.
  • Sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018

    Málsnúmer 2018020099

    Lögð fram greinargerð kjörstjórnar Akureyrar dagsett 31. maí vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí sl.

    Guðmundur Baldvin Guðmundsson las upp greinargerð kjörstjórnar svohljóðandi:



    Akureyri, 31. maí 2018.



    Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar

    Geislagötu 9

    600 Akureyri



    Efni: Greinargerð kjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga 2018.



    Samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 5/1998 er nýkjörinni bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hér með send greinargerð kjörstjórnarinnar á Akureyri vegna nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga.



    Kjörstjórn kom fyrst saman föstudaginn 23. mars 2018, á skrifstofu sýslumanns til að innsigla kjörkassa, þar sem afgreiðsla utankjörfundaratkvæða skyldi hefjast 31. mars. Alls hélt kjörstjórn 16 formlega fundi vegna kosninganna, en með bréfi þessu telst störfum kjörstjórnar hinsvegar formlega lokið.



    Úrslit kosninganna voru þau að:

    B-listi Framsóknarflokksins hlaut 1530 atkvæði og tvo menn kjörna.

    D-listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 1998 atkvæði og þrjá menn kjörna.

    L-listi L-listans, lista fólksins hlaut 1828 atkvæði og tvo menn kjörna.

    M-listi Miðflokksins hlaut 707 atkvæði og einn mann kjörinn.

    P-listi Pírata hlaut 377 atkvæði og engan mann kjörinn.

    S-listi Samfylkingarinnar hlaut 1467 atkvæði og tvo menn kjörna.

    V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hlaut 820 atkvæði og einn mann kjörinn.



    Alls kusu á kjörstað 7922 kjósendur og utan kjörfundar kusu 1161 kjósendur, eða alls 9083 sem gerir 66,29% kjörsókn, en á kjörskrá voru á kjördag 13702 kjósendur i Akureyrarkaupstað. Auðir atkvæðisseðlar voru 319 og ógildir voru 37.



    Kjörfundur í Akureyrarkaupstað gekk vel, en kosið var á þremur stöðum í sveitarfélaginu, á Akureyri og í Hrísey og í Grímsey. Kjörfundur hófst klukkan 9:00 og lauk honum klukkan 22:00, en talningu atkvæða var lokið klukkan 02:30.



    Kjörstjórn þakkar starfsmönnum Akureyrarbæjar, undirkjörstjórnum, talningarfólki sem og öðrum þeim sem að kosningunum komu vel unnin störf í þágu bæjarfélagsins og óskar að lokum nýkjörinni bæjarstjórn velfarnaðar í störfum sínum.



    F. h. kjörstjórnarinnar á Akureyri,

    Helga Eymundsdóttir



    Að þessu loknu bauð Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúa velkomna til starfa og greindi jafnframt frá því að gengið hefði verið frá samkomulagi um meirihlutasamstarf Framsóknarflokks, Samfylkingar og L-lista og að samkomulagið yrði kynnt og tekið til umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar, þann 26. júní nk.

  • Kosning forseta og skrifara bæjarstjórnar til eins árs 2018-2019

    Málsnúmer 2018060031

    1. Kosning forseta bæjarstjórnar.

    2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.

    3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.

    1. Kosning forseta bæjarstjórnar.

    Við kosningu forseta hlaut bæjarfulltrúi Halla Björk Reynisdóttir 6 atkvæði, 5 seðlar voru auðir.

    Lýsti forseti Höllu Björk Reynisdóttur réttkjörinn forseta bæjarstjórnar til eins árs.

    Nýkjörinn forseti Halla Björk Reynisdóttir tók nú við fundarstjórn.



    2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.

    Við kosningu 1. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Hilda Jana Gísladóttir 6 atkvæði, 5 seðlar voru auðir.

    Lýsti forseti Hildu Jönu Gísladóttur réttkjörinn 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.



    Við kosningu 2. varaforseta hlaut bæjarfulltrúi Gunnar Gíslason 3 atkvæði og bæjarfulltrúi Eva Hrund Einarsdóttir 8 atkvæði.

    Lýsti forseti Evu Hrund Einarsdóttur réttkjörinn 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.



    3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.



    Fram kom tillaga með nöfnum þessara aðalmanna:

    Dagbjört Pálsdóttir

    Hlynur Jóhannsson



    og varamanna:

    Andri Teitsson

    Sóley Björk Stefánsdóttir



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

  • Kosning bæjarráðs til eins árs 2018-2019

    Málsnúmer 2018060035

    Kosning í bæjarráð - 5 aðalfulltrúar í bæjarstjórn og 5 til vara.

    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

    Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður

    Halla Björk Reynisdóttir, varaformaður

    Hilda Jana Gísladóttir

    Gunnar Gíslason

    Eva Hrund Einarsdóttir

    Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi

    Hlynur Jóhannsson, áheyrnarfulltrúi



    og varamanna:

    Ingibjörg Ólöf Isaksen

    Andri Teitsson

    Dagbjört Pálsdóttir

    Lára Halldóra Eiríksdóttir

    Þórhallur Jónsson

    Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi

    Rósa Njálsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

  • Kosning nefnda 2018-2022

    Málsnúmer 2018060032

    Kosning fastanefnda til fjögurra ára.

    1. Frístundaráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.



    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

    Hildur Betty Kristjánsdóttir, formaður

    Arnar Þór Jóhannesson, varaformaður

    Sunna Hlín Jóhannesdóttir

    Berglind Ósk Guðmundsdóttir

    Viðar Valdimarsson

    Ásrún Ýr Gestsdóttir, áheyrnarfulltrúi



    og varamanna:

    Maron Pétursson

    Haraldur Þór Egilsson

    Ólöf Rún Pétursdóttir

    Elías Gunnar Þorbjörnsson

    Stefán Örn Steinþórsson

    Valur Sæmundsson, varaáheyrnarfulltrúi



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.



    2. Fræðsluráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.



    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

    Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður

    Heimir Haraldsson, varaformaður

    Hildur Betty Kristjánsdóttir

    Þórhallur Harðarson

    Rósa Njálsdóttir

    Þuríður Sólveig Árnadóttir, áheyrnarfulltrúi



    og varamanna:

    Siguróli Magni Sigurðsson

    Valgerður S. Bjarnadóttir

    Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir

    Marsilía Sigurðardóttir

    Berglind Bergvinsdóttir

    Einar Gauti Helgason, varaáheyrnarfulltrúi



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.



    3. Kjörstjórn - 3 aðalmenn og 3 til vara.



    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

    Helga Eymundsdóttir

    Júlí Ósk Antonsdóttir

    Jón Stefán Hjaltalín Einarsson



    og varamanna:

    Þröstur Kolbeins

    Rúnar Sigurpálsson

    Baldvin Valdemarsson



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.



    4. Skipulagsráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.



    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

    Tryggvi Már Ingvarsson formaður

    Helgi Snæbjarnarson varaformaður

    Ólína Freysteinsdóttir

    Þórhallur Jónsson

    Arnfríður Kjartansdóttir

    Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, áheyrnarfulltrúi



    og varamanna:

    Grétar Ásgeirsson

    Ólöf Inga Andrésdóttir

    Orri Kristjánsson

    Sigurjón Jóhannesson

    Ólafur Kjartansson

    Þorvaldur Helgi Sigurpálsson, varaáheyrnarfulltrúi



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.



    5. Stjórn Akureyrarstofu - 5 aðalmenn og 5 til vara.



    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

    Hilda Jana Gísladóttir formaður

    Sigfús Arnar Karlsson varaformaður

    Anna Hildur Guðmundsdóttir

    Eva Hrund Einarsdóttir

    Finnur Sigurðsson

    Karl Liljendal Hólmgeirsson, áheyrnarfulltrúi



    og varamanna:

    Valdís Anna Jónsdóttir

    Sverre Andreas Jakobsson

    Anna Fanney Stefánsdóttir

    Kristján Blær Sigurðsson

    Anna María Hjálmarsdóttir

    Hannes Karlsson, varaáheyrnarfulltrúi



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.



    6. Umhverfis- og mannvirkjaráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.



    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

    Andri Teitsson formaður

    Jóhann Jónsson varaformaður

    Ingibjörg Ólöf Isaksen

    Gunnar Gíslason

    Jóhanna Norðfjörð

    Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, áheyrnarfulltrúi



    og varamanna:

    Jón Þorvaldur Heiðarsson

    Unnar Jónsson

    Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

    Þórunn Sif Harðardóttir

    Hlynur Jóhannsson

    Ólafur Kjartansson, varaáheyrnarfulltrúi



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.



    7. Velferðarráð - 5 aðalmenn og 5 til vara.



    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

    Dagbjört Pálsdóttir formaður

    Róbert Freyr Jónsson varaformaður

    Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

    Lára Halldóra Eiríksdóttir

    Hermann Ingi Arason

    Sigrún Briem, áheyrnarfulltrúi



    og varamanna:

    Sif Sigurðardóttir

    Maron Pétursson

    Petrea Ósk Sigurðardóttir

    Svava Þ. Hjaltalín

    Snæbjörn Ómar Guðjónsson

    Sigríður Inga Pétursdóttir, varaáheyrnarfulltrúi



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

  • Kosning nefnda 2018-2022

    Málsnúmer 2018060032

    Tilnefningar þingfulltrúa hjá samtökum sveitarstjórna og í stjórnir:

    1. Almannavarnanefnd Eyjafjarðar - 2 aðalmenn og 2 til vara.



    Fram kom listi með starfsheitum þessara aðal- og varamanna:

    Bæjarstjórinn á Akureyri - varamaður er sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs.

    Formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs - varamaður er formaður bæjarráðs.



    Tilnefning þessi er í samræmi við samkomulag um skipan Almannavarnanefndar Eyjafjarðar.



    2. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - 2 aðalmenn og 1 til vara - kosið árlega fyrir aðalfund.



    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

    Unnar Jónsson

    Ásgeir Örn Blöndal



    og varamanns:

    Hilda Jana Gísladóttir



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.



    3. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar - 4 aðalmenn og 4 til vara.



    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

    Júlí Ósk Antonsdóttir formaður

    Þorgeir Rúnar Finnsson

    Álfheiður Svana Kristjánsdóttir

    Hjalti Ómar Ágústsson



    og varamanna:

    Heiðrún Ósk Ólafsdóttir

    Jakobína Elva Káradóttir

    Arnfríður Kjartansdóttir

    Matthías Rögnvaldsson



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.



    4. Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands - 1 aðalmaður og 1 til vara.



    Fram kom listi með nafni þessa aðalmanns:

    Guðmundur Baldvin Guðmundsson



    og varamanns:

    Halla Björk Reynisdóttir



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.



    5. Hafnasamlag Norðurlands - 5 aðalmenn og 5 til vara.



    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

    Þorsteinn Hlynur Jónsson

    Jóhannes Gunnar Bjarnason

    Ólína Freysteinsdóttir

    Eva Hrund Einarsdóttir

    Edward H. Huijbens



    og varamanna:

    Preben Jón Pétursson

    Halldóra Hauksdóttir

    Hreinn Pálsson

    Guðmundur Þ. Jónsson

    Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.



    6. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra - 2 aðalmenn og 2 til vara.



    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

    Jón Ingi Cæsarsson formaður

    Anna Rósa Magnúsdóttir



    og varamanna:

    Anna María Jónsdóttir

    Stefán Friðrik Stefánsson



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.



    7. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 5 þingfulltrúar og 5 til vara.



    Fram kom listi með nöfnun þessara aðalmanna:

    Halla Björk Reynisdóttir

    Guðmundur Baldvin Guðmundsson

    Hilda Jana Gísladóttir

    Gunnar Gíslason

    Sóley Björk Stefánsdóttir



    og varamanna:

    Andri Teitsson

    Ingibjörg Ólöf Isaksen

    Dagbjört Pálsdóttir

    Eva Hrund Einarsdóttir

    Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.



    8. Eyþing, samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum - 9 aðalfundarfulltrúar og 9 til vara.



    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalfulltrúa:

    Halla Björk Reynisdóttir

    Guðmundur Baldvin Guðmundsson

    Hilda Jana Gísladóttir

    Andri Teitsson

    Ingibjörg Ólöf Isaksen

    Dagbjört Pálsdóttir

    Gunnar Gíslason

    Eva Hrund Einarsdóttir

    Sóley Björk Stefánsdóttir



    og varafulltrúa:

    Þórhallur Jónsson

    Hlynur Jóhannsson

    Rósa Njálsdóttir

    Hildur Betty Kristjánsdóttir

    Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

    Heimir Haraldsson

    Lára Halldóra Eiríksdóttir

    Alfa Dröfn Jóhannsdóttir

    Þorgeir Rúnar Finnsson



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.



    9. Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 1 aðalmaður og 1 til vara.



    Fram kom listi með nafni þessa aðalmanns:

    Jón Heiðar Jónsson



    og varamanns:

    Elías Gunnar Þorbjörnsson



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.



    10. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarkaupstaðar - 2 aðalmenn úr hópi bæjarfulltrúa og 2 til vara, auk bæjarstjóra sem er formaður skv. samþykktum sjóðsins.



    Fram kom listi með nöfnum þessara aðalmanna:

    Halla Björk Reynisdóttir

    Gunnar Gíslason



    og varamanna:

    Guðmundur Baldvin Guðmundsson

    Eva Hrund Einarsdóttir



    Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.

  • Prókúruumboð 2018-2022

    Málsnúmer 2018060037

    Lögð fram tillaga um prókúruumboð.

    Með vísan í 4. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 heimilar bæjarstjórn bæjarstjóra að veita eftirtöldum starfsmönnum Akureyrarbæjar prókúruumboð:

    bæjarlögmanni, Ingu Þöll Þórgnýsdóttur, og sviðsstjóra fjársýslusviðs, Dan Jens Brynjarssyni.

    Umboðið nær til að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarráðs og/eða bæjarstjórnar þarf til.

    Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að framangreindum aðilum verði veitt prókúruumboð í samræmi við 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Umboðin gilda meðan viðkomandi gegnir tilteknu starfi fyrir Akureyrarbæ þó ekki lengur en til loka núverandi kjörtímabils bæjarstjórnar. Jafnframt eru eldri umboð úr gildi fallin.



    Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

  • Sjafnargata - lóð fyrir dælustöð

    Málsnúmer 2018050202

    6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 30. maí 2018:

    Erindi dagsett 22. maí 2018 þar sem Gunnur Ýr Stefánsdóttir fyrir hönd Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, óskar eftir að gert verði ráð fyrir lóð fyrir dælustöð fráveitu við norðurhorn Sjafnargötu. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

    Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, sem staðfest var 15. maí 2018. Einungis er um að ræða minniháttar breytingu á deiliskipulagi og varðar eingöngu Akureyrarkaupstað og umsækjanda.

    Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

    Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

  • Bæjarstjórn áætlun um fundi - fundarstaður

    Málsnúmer 2017050158

    Lögð fram tillaga um að fundir bæjarstjórnar verði haldnir í Hömrum í Hofi út árið 2018, að minnsta kosti, og að bæjarlögmanni verði falið að undirbúa viðeigandi breytingar á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar vegna þessa.

    Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.