Fræðslu- og lýðheilsuráð - 50
- Kl. 13:00 - 15:30
- Rósenborg
- Fundur nr. 50
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Jón Þorvaldur Heiðarsson
- Bjarney Sigurðardóttir
- Gunnar Már Gunnarsson
- Tinna Guðmundsdóttir
- Ásrún Ýr Gestsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Rannveig Elíasdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Ellert Örn Erlingssonforstöðumaður íþróttamála
- Bjarki Ármann Oddssonforstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
Fræðslu- og lýðheilsuráð - heimsókn í tómstunda- og íþróttamannvirki
Málsnúmer 2022110690Skoðunarferð um Sundlaug Akureyrar, Íþróttahúsið í Laugargötu og Rósenborg.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlauga Akureyrar og Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála tóku á móti hópnum og sýndu og sögðu frá starfseminni.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar þeim Elínu og Ölfu fyrir kynninguna.
Endubætur á innisundlaug Sundlaugar Akureyrar
Málsnúmer 2024040192Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlauga Akureyrar kynnti tillögur að breytingum á innisundlaug Sundlaugar Akureyrar.
Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Rósenborg
Málsnúmer 2024040170Umræður um nýtingu Rósenborgar.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Styrkir vegna sumaríþróttanámskeiða - reglur og verklag
Málsnúmer 2024040152Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram drög að reglum og verklagi vegna styrkveitinga til íþróttafélaga vegna sumaríþróttaskóla.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum og verklagi vegna styrkveitinga til íþróttafélaga vegna sumaríþróttaskóla.
Leiðakerfi strætisvagna, ferlibílar og frístundaakstur
Málsnúmer 2024010789Liður 3 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 19. mars 2024:
Lagt fram bréf frá stjórn Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK) og fulltrúa EBAK í öldungaráði um frístundastrætó milli Birtu og Sölku.
Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK) og öldungaráð Akureyrarbæjar beina því til bæjaryfirvalda að komið verði á tilraunaverkefni með frístundastrætó milli Birtu og Sölku.
Frístundaferðir af þessu tagi hafa verið í umræðunni hjá EBAK í nokkur ár. Margir komast ekki inn í venjulega fólksflutningabíla (rútur) nema e.t.v. með aðstoð og ekki heldur inn í stærri einkabíla.
Margir fara milli félagsmiðstöðvanna í einkabílum en bílastæði eru mjög takmörkuð á báðum stöðum. Frístundastrætó ætti að fækka þeim ferðum og er í það takt við óskir bæjaryfirvalda um minni umferðarþunga á götunum og hlutfallslega fækkun ökutækja.
Oft þyrfti að hafa aukastrætisvagna á álagstímum og svo hefur frístundastrætó vegna íþróttaæfinga skólafólks verið í umræðunni um nokkra hríð. Þessar ferðir ættu því að bæta nýtingu þeirra vagna.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024
Málsnúmer 2024040161Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fór yfir rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs janúar - febrúar 2024.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Barnvænt sveitarfélag - gátlistar
Málsnúmer 2023091180Lagt fram barnvænt hagsmunamat fundarins.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar dagskrárliðum 2 og 3 til kynningar og umræðu hjá ungmennaráði Akureyrarbæjar.