Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lagt fram svarbréf frá Byggðastofnun varðandi umsókn Akureyrarbæjar um þátttöku í verkefninu "Brothættar byggðir". Í bréfinu kemur fram að stjórn Byggðastofnunar hafi samþykkt umsókn sveitarfélagsins um þátttöku Hríseyjar og Grímseyjar í verkefninu.
Atvinnumálanefnd fagnar því að verkefnið sé að fara af stað í samstarfi við Byggðastofnun og leggur til að auglýst verði eftir verkefnastjóra vegna verkefnisins sem fyrst.
Lagðar fram upplýsingar frá Creditinfo um fyrirtæki á Akureyri, flokkuð eftir kyni stofnenda/eigenda fyrirtækja. Skiptingin reyndist vera 70/30 sem er það sama og gengur og gerist á landinu í heild.
Atvinnumálanefnd telur mikilvægt að leita leiða til að fjölga konum í atvinnurekstri í sveitarfélaginu. Atvinnufulltrúa falið að hafa samband við Háskólann á Akureyri um nánari úrvinnslu á verkefninu.
Að beiðni Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur var rætt um auglýsingu Námsmatsstofnunar eftir 11 sérfræðingum sem eiga að innleiða aðgerðir til eflingar læsis. Gert er ráð fyrir að sérfræðingarnir muni allir hafa aðsetur á höfuðborgarsvæðinu.
Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar gerir athugasemd við að í auglýsingu á vegum Námsmatsstofnunar, þar sem 11 ný störf ráðgjafa og teymisstjóra í tilefni af innleiðingu aðgerða til eflingar læsis, sé gert ráð fyrir að störfin séu öll staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin vill nota tækifærið og minna á þriðju grein þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014-2017 þar sem fram kemur það markmið "að stuðlað verði að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land með dreifingu starfa á vegum ríkisins". Aðgerðir til þessa séu m.a. að "stefnt verði að því að á gildistíma áætlunarinnar snúist fækkun opinberra starfa utan höfuðborgarsvæðisins í fjölgun með nýjum verkefnum eða tilflutningi verkefna."
Í tilfelli læsisverkefnisins hlýtur að vera einboðið að hluti starfsfólks sé staðsettur á landsbyggðinni í námunda við þá nemendur, kennara og skólastjórnendur sem eru þátttakendur í verkefninu.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir atvinnufulltrúi fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi.