Umhverfis- og mannvirkjaráð - 140
- Kl. 08:15 - 11:40
- Fundarherbergi UMSA
- Fundur nr. 140
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Inga Dís Sigurðardóttir
- Þórhallur Harðarson
- Gunnar Már Gunnarsson
- Jana Salóme I. Jósepsdóttir
- Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
- Sindri S. Kristjánssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Fjárhagsáætlunargerð 2024 - kynning á ferli
Málsnúmer 2023040707Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar kynnti ferli fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024.
Slökkvilið - námsstyrkur
Málsnúmer 2023060066Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi bráðatækninám slökkviliðsmanna.
Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um undanþágu frá reglum Akureyrarbæjar um launað námsleyfi vegna náms tveggja starfsmanna hjá slökkviliðinu í bráðatækni og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.
Hlíðarfjall - framkvæmdir sumarið 2023
Málsnúmer 2023050644Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi yfirbyggingu á töfrateppi og viðhaldi á lýsingu í Hlíðarfjalli.
Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir verkstjóri innanhúss skíðastaða og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í viðhald og endurbætur á töfrateppinu í Hlíðarfjalli. Áætlaður kostnaður er 29 milljónir króna og verður fjárveiting tekin af framkvæmdaáætlun Hlíðarfjalls fyrir árið 2023.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að byrja á fyrsta áfanga að endurbótum á lýsingu í Hlíðarfjalli að upphæð kr. 10 milljónir sem er á fjárhagsáætlun 2023.
Fyrsti áfangi:
Ævintýraleið, upp að beygju. - 8 staurar, 16 lampar.
Á göngusvæði, haldið áfram með aðal hringinn (Andrés). - 20 lampar á núverandi staura.
Strýta lampar til prufu.
Lagfæring á rafbúnaði - Endurnýjaður verður rafbúnaður á staurum í göngubraut og þar sem við á og merktar verða töflur á svæðinu og annar búnaður.Hlíðarfjall - veitingarekstur
Málsnúmer 2023060245Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi opnun tilboða í rekstur veitingasölu í Hlíðarfjalli.
Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir verkstjóri innanhúss skíðastaða og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að taka tilboði Bryggjufélagsins ehf. í veitingarekstur í Hlíðarfjalli og vísar því til bæjarráðs til samþykktar.
Móahverfi - gatnagerð og lagnir - áfangi 1
Málsnúmer 2023030859Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 2. júní 2023 varðandi Móahverfi og staðan á útboði á framkvæmdum.
Félagssvæði KA - stúka, félagsaðstaða og völlur
Málsnúmer 2022110164Lagt fram minnisblað dagsett 2. júní 2023 varðandi stöðu verkefnis.
Strætó - kaup á bifreiðum
Málsnúmer 2023060065Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi kaup á strætisvögnum.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.Akureyrarbær hefur á undanförnum árum verið að metanvæða strætó- og ferliþjónustuflota bæjarins og á í dag 7 strætisvagna, 4 metan og 3 disel. 5 ferliþjónustubifreiðar sem ganga fyrir metani. Framleiðsla metangass hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi hér á Akureyri og tvisvar var flutt metanfleti frá Reykjavík til að rekstur SVA og ferliþjónustu gæti gengið sem skyldi. Framleiðsla metans fyrir sunnan annar ekki eftirspurn og geta framleiðendur ekki afhent meira hingað norður.
Það liggur fyrir að Akureyrarbær þurfi að taki ákvörðun um að breyta um gír og velja annan orkugjafa. Framtíðin liggur í rafmagnsdrifnum vögnum miðað við þróunina í Reykjavík, Evrópu og heiminum ef því er að skipta. Það er ljóst að áður en byrjað verður að kaupa inn rafmagnsvagna þá verður Akureyrarbær í samstarfi við Norðurorku að fara í innviðauppbyggingu sem tengist rafvæðingunni. Þetta þarfnast ákvarðana og tíma.
Ástandið á strætisvögnum í eigu Akureyrarbæjar er orðið þannig að erfitt er að halda úti akstri og á sama tíma að geta sinnt eðlilegu viðhaldi á vögnunum þar sem bilanatíðni hefur verið að aukast jafnt og þétt. Ef ekki verður keyptur einn strætisvagn á þessu ári þá er fyrirséð að akstur á einhverjum leiðum þurfi að fella niður.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að keyptur verði inn einn notaður díselknúinn vagn sem uppfyllir hæsta mengunarstuðulinn, Euro 6, og getur einnig gengið fyrir lífdísel og sé til afhendingar sem fyrst.Strætó - útboð á ferlibíl
Málsnúmer 2023060065Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi útboð á ferlibíl.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í útboð á ferlibíl.
Strætó - framtíðarsýn
Málsnúmer 2023060065Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi framtíðarsýn varðandi orkugjafa og uppbyggingu innviða.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.Stígagerð í bæjarlandinu og á Glerárdal
Málsnúmer 2020050067Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi stöðu stígagerðar á Glerárdal og í bæjarlandinu.
Umhverfis og mannvirkjaráð samþykkir að kostnaður vegna umframkostnaðar við framkvæmdirnar verði færður innan Gangstétta og stíga.
Hrísey og Grímsey - stígagerð og styrkir
Málsnúmer 2023050605Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi stöðu stígagerðar í Hrísey, Grímsey og í bæjarlandinu.
Umhverfis og mannvirkjaráð samþykkir að kostnaður við framkvæmdirnar verði færður innan Gangstétta og stíga enda rúmist hann innan áætlunar.
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 2021101496Lögð fram endanleg tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036.
Sveitarfélög á starfssvæðum SSNV og SSNE hafa unnið sameiginlega að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.
Svæðisáætlunin tekur gildi þegar allar hlutaðeigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt hana. Að því loknu verða samráðsaðilar upplýstir um samþykkt áætlunarinnar og endanleg áætlun gerð aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaga og landshlutasamtakanna tveggja.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 og vísar henni til bæjarráðs.
Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð
Málsnúmer 2022110167Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi útboð á meðhöndlun úrgangs, lagðar fram samþykktir um meðhöndlun úrgangs og lagt fram leiðbeiningarit um djúpgáma.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti samþykktir um meðhöndlun úrgangs á Akureyri og vísar til afgreiðslu í bæjarráði.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir leiðbeiningarit um djúpgáma.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir framlengingu á núgildandi samningi við Terra um hirðu við heimili, rekstur grenndargáma og rekstur safnsvæðis. Núgildandi samningur rennur út 31. ágúst nk. Samþykkt er að framlengja samninginn til 1. júní 2024.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að sorpílát verði í eigu Akureyrarbæjar og vísar málinu til umræðu í bæjarráði.Lystigarður - salerni
Málsnúmer 2023060069Tekin umræða um gjaldtöku á salernum í Lystigarðinum.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir 2022-2023
Málsnúmer 2022030389Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 25. maí 2023:
Lagðar fram til kynningar bókanir í fundargerð 229. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsettri 3. maí sl. varðandi umferðarhávaða og svifryk.
Bæjarráð vísar bókununum til umhverfis- og mannvirkjasviðs.Afgreiðslu frestað.