Bæjarráð - 3725
- Kl. 08:15 - 11:00
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3725
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Gunnar Gíslason
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlynur Jóhannsson
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
Ársskýrsla stjórnsýslusviðs 2020
Málsnúmer 2021030643Lagður fram til kynningar kafli stjórnsýslusviðs í ársskýrslu bæjarins 2020.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Fylgiskjöl
Stjórnsýslusvið - starfsáætlun 2021
Málsnúmer 2020070391Farið yfir stöðu verkefna í starfsáætlun stjórnsýslusviðs fyrir árið 2021.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Smáforrit fyrir þjónustu- og upplýsingagjöf
Málsnúmer 2019040495Rætt um stöðu vinnunnar við gerð smáforrits.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar
Málsnúmer 2020040564Rætt um stöðu á yfirfærslu reksturs öldrunarheimilanna frá Akureyrarbæ til Heilsuverndar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Endurskoðun samstarfssamninga Akureyrarbæjar við önnur sveitarfélög - brunavarnir
Málsnúmer 2020080851Lögð fram til kynningar drög að uppfærðum samningi Akureyrarbæjar við Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp um brunavarnir.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur bæjarlögmanni að senda samningsdrögin til samstarfssveitarfélaganna til samþykktar.
Endurskoðun samstarfssamninga Akureyrarbæjar við önnur sveitarfélög - Hafnasamlag Norðurlands bs.
Málsnúmer 2020080851Lögð fram til kynningar drög að uppfærðum stofnsamningi Akureyrarbæjar, Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps og Hörgársveitar um Hafnasamlag Norðurlands bs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur bæjarlögmanni að senda samningsdrögin til samstarfssveitarfélaganna til samþykktar.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021 - viðauki
Málsnúmer 2020030454Lagður fram viðauki 2.
Dan Jens Brynjarssons sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir viðauka 2 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Endurgreiðsla búfjárgjalds
Málsnúmer 2021041563Frá því lög um búfjárhald breyttust árið 2013 og Matvælastofnun fór að halda utan um skráningu yfir búfé hefur bærinn verið að leggja búfjárgjald á án lagaheimildar.
Gjaldið hefur verið kr. 3.200 undanfarin fjögur ár, sem þyrfti að endurgreiða, en gjaldendur eru um 170-190 á ári.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að endurgreiða búfjárgjald vegna sl. fjögurra ára og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá málinu.
Holtahverfi - gatnagerð og lagnir
Málsnúmer 2021023068Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 16. apríl 2021:
Minnisblað dagsett 13. apríl 2021 varðandi framkvæmdir í Holtahverfi lagt fram.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framkvæmdum við Holtahverfi verði flýtt til þess að fyrstu lóðir verði tilbúnar í febrúar 2022. Tilfærslu fjármagns á milli ára vegna flýtingarinnar er vísað til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum flýtingu á framkvæmdum í Holtahverfi og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að gera tillögu að breytingum á framkvæmdaáætlun sbr. umræður á fundinum og gerð viðauka ef þörf krefur.
Málefni Hamra útilífsmiðstöðvar skáta og tjaldsvæða Akureyrar
Málsnúmer 2020030764Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 30. apríl 2021:
Lagður fram samningur um rekstur á tjaldsvæði Akureyrarbæjar að Hömrum.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Tryggvi Marinósson framkvæmdastjóri Hamra sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðan samning með einni breytingu. Ráðið samþykkir að gildistíminn verði 10 ár í stað 20 ára.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir samninginn með breytingum sem gerðar voru á fundinum. Gildistími samningsins verði fimm ár með möguleika á framlengingu til fimm ára. Jafnframt er sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs falið að ganga frá samningnum.
Öldungaráð - fundargerðir lagðar fyrir bæjarráð
Málsnúmer 2019050503Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar öldungaráðs dagsett 3. maí 2021.
Fundargerðir öldungaráðs eru aðgengilegar á eftirfarandi slóð: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/oldungarad-localFrumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál
Málsnúmer 2021041411Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. apríl 2021 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1270.htmlFrumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál
Málsnúmer 2021041412Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. apríl 2021 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1221.htmlTillaga til þingsályktunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, 750. mál
Málsnúmer 2021041561Lagt fram til kynningar erindi dagsett 29. apríl 2021 frá utanríkismálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða, 750. mál 2021.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1273.htmlBæjarráð Akureyrarbæjar fagnar því að í stefnu Íslands í málefnum norðurslóða komi fram að efla eigi Akureyri enn frekar sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi, m.a. með stuðningi við mennta- og rannsóknastofnanir og þekkingarsetur, og efla innlent samráð og samstarf um málefni norðurslóða.