Stjórn Hlíðarfjalls - 9
- Kl. 15:30 - 18:15
- Fjarfundur
- Fundur nr. 9
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Andri Teitsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
Starfsmenn
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Skíðalyfta í Hlíðarfjall
Málsnúmer 2016030107Fulltrúar frá Vinum Hlíðarfjalls, Geir Gíslason og Ingi Björnsson mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda við stólalyftu.
Stjórn Hlíðarfjalls þakkar Geir og Inga fyrir komuna á fundinn og felur sviðsstjóra að kalla eftir skýrslu frá úttektaraðilum.
Hlíðarfjall - rekstur skíða- og brettaskóla
Málsnúmer 2020120221Lagður fram samningur við Iceland Snowsports varðandi rekstur á skíða- og brettaskóla Hlíðarfjalls veturinn 2020 - 2021.
Kristinn J. Reimarsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu málsins.Stjórnin samþykkir fyrirliggjandi drög með þeim breytingum sem voru gerðar á fundinum og felur forstöðumanni Hlíðarfjalls að ganga frá samningnum.
Hlíðarfjall - fjárhagsáætlun
Málsnúmer 2020090427Fjárhagsáætlun Hlíðarfjalls fyrir árið 2021 lögð fram til umræðu.
Ljóst er að óvissa í fjárhagsáætlun er töluverð í ljósi Covid-ástandsins og felur stjórnin forstöðumanni að huga vel að útgjöldum og áætlun verði endurskoðuð strax í febrúar 2021.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að eldri borgarar fái forsölukjör á vetrarkortum alla skíðavertíðina.Beiðni um samstarf vegna sölu á lyftukortum í Hlíðarfjalli
Málsnúmer 2020090436Samstarfssamningur vegna sölu á lyftukortum lagður fram til kynningar.
Hlíðarfjall - útboð á veitingarekstri
Málsnúmer 2020120222Farið yfir innkomin tilboð í veitingarekstur í Hlíðarfjalli veturinn 2020 - 2021. Tvö tilboð bárust.
Halla Björk Reynisdóttir bar upp vanhæfi í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu málsins og tók Guðmundur Baldvin Guðmundsson varamaður sæti hennar.Annað tilboðið uppfyllti ekki formkröfur útboðs þar sem ekki fylgdi með rekstraráætlun.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að ganga til samninga við AnnAssist ehf. um veitingarekstur í Hlíðarfjalli.Hlíðarfjall - rekstur 2020
Málsnúmer 202002038510 mánaða uppgjör lagt fram til kynningar.