Fræðsluráð - 21
- Kl. 13:30 - 15:45
- Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
- Fundur nr. 21
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Heimir Haraldsson
- Hildur Betty Kristjánsdóttir
- Rósa Njálsdóttir
- Þórhallur Harðarson
- Þuríður Sólveig Árnadóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karl Frímannssonsviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
- Árni Konráð Bjarnasonforstöðumaður rekstrardeildar
Opnunartími frístundar
Málsnúmer 2018100271Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs kynnti hvernig opnunartímum frístundar er háttað.
Fræðsluráð undirstrikar mikilvægi þess að samþykktu fyrirkomulagi á opnunartímum í frístund verði fylgt.
Fylgiskjöl
Leikskólar - starfsáætlanir 2014-2020
Málsnúmer 2018040329Sviðsstjóri lagði fram til kynningar úttekt á starfsáætlunum leikskóla Akureyrarbæjar fyrir skólaárið 2018-2019.
Fræðsluráð staðfestir fyrir sitt leyti starfsáætlanir leikskólanna.
Þórhallur Harðarson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.Fylgiskjöl
- Starfsáætlanir leikskóla 2018-2019 MAT.pdf
- Starfsáætlun Iðavallar 2018-2019.pdf
- Krógaból Starfsáætlun 2018 - 2019.pdf
- Hulduheimar Starfsáætlun 2018 - 2019.pdf
- Pálmholt Starfsáætlun 2018-2019.pdf
- Hríseyjarskóli Starfsáætlun 2018-19.pdf
- Grímsey Starfsaaætlun 2018-2019.pdf
- Iðavöllur Starfsáætlun 2018-2019.pdf
- Naustatjörn Starfsáætlun 2018-2019 (2).pdf
- Tröllaborgir 2018 - 2019.pdf
- Kiðagil Starfsáætlun 2018-2019.pdf
Starfsáætlanir grunnskóla 2018-2019
Málsnúmer 2018100122Sviðsstjóri lagði fram til kynningar úttekt á starfsáætlunum grunnskóla Akureyrarbæjar fyrir skólaárið 2018-2019.
Fræðsluráð staðfestir fyrir sitt leyti starfsáætlanir grunnskólanna.
Fylgiskjöl
- Starfsáætlanir grunnskóla 2018-2019 MAT 29.11.2018.pdf
- Brekkuskóli Starfsáætlun 2018 -2019.pdf
- Giljaskóli Starfsáætlun 2018-2019_sent28.09.18.pdf
- Síðuskóli Starfsáætlun 2018-2019.pdf
- Grímsey Starfsaaætlun 2018-2019.pdf
- Glerárskóli Starfsáætlun 2018-2019.pdf
- Oddeyrarskóli Starfsáætlun 2018-2019.pdf
- Naustaskóla Starfsáætlun 2018-2019.pdf
- Lundarskóli Starfsáætlun 2018-2019.pdf
- Hríseyjarskóli Starfsáætlun 2018-19.pdf
- Hlíðarskóli Starfsáætlun 2018-2019.pdf
Rekstur fræðslumála 2018
Málsnúmer 2018030030Staða rekstrar fræðslumála frá janúar til september 2018 lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl
Skólaval grunnskóla 2015-2020
Málsnúmer 2017010171Samþykktar reglur Akureyrarbæjar um skólaval lagðar fram til kynningar.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að koma með tillögu að endurskoðun á reglunum um skólaval á næsta fund ráðsins.
Fylgiskjöl
Vinaliðaverkefni í Lundarskóla - ósk um að verkefnið verði tekið upp
Málsnúmer 2018100393Erindi hefur borist frá Arnrúnu Höllu Arnórsdóttur um að Vinaliðaverkefnið verði tekið upp í Lundarskóla.
Aðalmarkmið Vinaliðaverkefnisins er að vinna gegn einelti með því að bjóða upp á jákvæða afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum. Verkefnið hvetur til hreyfingar í gegnum leik og nemendur fá tækifæri til að þjálfa upp leiðtogafærni með virkri þátttöku.
Fræðsluráð þakkar Arnrúnu áhugavert erindi og fer þess á leit við skólastjóra Lundarskóla að svara því.
Mötuneytismál grunnskóla Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2018110016Rósa Njálsdóttir M-lista óskaði eftir umræðu um fæðismál grunnskólanna.
Fulltrúar M-lista, D-lista og V-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur og VG leggja til að fræðslusvið reikni út hvað það kosti að bjóða grunnskólabörnum, þeim sem það kjósa, upp á fría ávexti og mjólk í einn mánuð, janúar 2019, og vísi þeim útreikningum til bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.
Erindinu er hafnað af meirihluta fræðsluráðs.Fylgiskjöl
Frestun fundar í fræðsluráði
Málsnúmer 2018110196Þuríður S. Árnadóttir V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi VG harmar hve seint boð var sent út um frestun fundar þann 5. nóvember sl. en aðeins 51 mínútu fyrir fund barst afboðun í tölvupósti. Fulltrúi VG mætti á fundarstað ásamt öðrum fulltrúa sem ekki hafði heldur séð afboðunina. Mikilvægt er að taka tillit til þess að nefndarfólk þarf í sumum tilfellum að skipuleggja fundarsetu langt fram í tímann vegna vinnu og æskilegt hefði verið að fá afboðið minnst 4 klst. fyrir áætlaðan fundartíma. Samkvæmt lögmanni bæjarins hefði verið æskilegt að fá samþykki allra fundarmanna þegar til stóð að fresta fundi en hún segir þó engar reglur vera til um slíkt.
Fulltrúar meirihluta fræðsluráðs lögðu fram eftirfarandi bókun:
Röð atvika varð til þess að fundi var frestað með skömmum fyrirvara þann 5. nóvember sl. Heyrir slíkt til undantekninga og er beðist afsökunar á því að þetta hafi gerst.