Stjórn Akureyrarstofu - 201
07.01.2016
Hlusta
- Kl. 16:15 - 18:10
- Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
- Fundur nr. 201
Nefndarmenn
- Unnar Jónssonformaður
- Sigfús Arnar Karlsson
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Hildur Friðriksdóttir
Starfsmenn
- Þórgnýr Dýrfjörðframkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Eva Dögg Fjölnisdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti ekki og ekki varamaður í hennar stað.[line]
Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál - endurnýjun 2016
Málsnúmer 2016010050Lögð fram til kynningar og umræðu drög að nýjum samstarfssamningi.
Menningarfélag Akureyrar
Málsnúmer 2014090088Lagt fram erindi dagsett 9. desember 2015 frá stjórn Menningarfélagsins, þar sem óskað er eftir heimild til kaupa á myndvarpa fyrir Hamraborg, stærri sal Hofs. Myndvarpinn sem fyrir er fylgdi húsinu við opnun en er nú úr sér genginn.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrir sitt leyti að farið verði í kaup á myndvarpanum á þeim forsendum sem kynntar eru í erindinu. Jafnframt að kostnaður vegna þeirra bætist við lausafjárleigu Hofs.
Umsókn um styrk vegna Þrettándagleði
Málsnúmer 2015120224Erindi ódagsett frá Eiði Arnari Pálmasyni, f.h. Íþróttafélagsins Þórs, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 v/árlegrar Þrettándagleði félagsins.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnisins.