Velferðarráð - 1208
- Kl. 15:10 - 18:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1208
Nefndarmenn
- Sigríður Huld Jónsdóttirformaður
- Jóhann Gunnar Sigmarsson
- Halldóra Kristín Hauksdóttir
- Svava Þórhildur Hjaltalín
- Valur Sæmundsson
- Guðrún Karitas Garðarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Soffía Lárusdóttirframkvæmdastjóri
- Halldór Sigurður Guðmundssonframkvæmdastjóri
- Kristbjörg Björnsdóttirfundarritari
Námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsfólk
Málsnúmer 2015010265Lögð fram til kynningar dagskrá námskeiðs fyrir félagsmálanefndir og starfsfólk.
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2015
Málsnúmer 2015010045Rekstraryfirlit deilda velferðarráðs fyrir janúar til mars lagt fram til kynningar.
Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.Fjárhagserindi 2015 - áfrýjanir
Málsnúmer 2015010023Snjólaug Jóhannesdóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók velferðarráðs.
Grófin - geðverndarmiðstöð - styrkumsókn 2015
Málsnúmer 2015040171Lögð fram umsókn dagsett 21. apríl 2015 frá Grófinni - geðverndarmiðstöð um styrk.
Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Samtök um sorgarviðbrögð Norðurlandi eystra - styrkbeiðni 2015
Málsnúmer 2015040186Lögð fram styrkbeiðni dagsett 7. apríl 2015 frá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð.
Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Aflið - systursamtök Stígamóta - styrkbeiðni - samstarfssamningur 2015
Málsnúmer 2015040043Beiðni frá Aflinu um endurnýjun á samstarfssamningi tekin fyrir að nýju. Fulltrúar Aflsins mættu á fundinn.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð þakkar Ingibjörgu Þórðardóttur og Eyglóu Sigurðardóttur fulltrúum frá Aflinu fyrir kynninguna. Formaður velferðarráðs og framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar munu vinna að nýjum samningi.
Búsetudeild - einstaklingsmál 2015
Málsnúmer 2015050008Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynntu þörf á aukinni þjónustu í skammtímavistun.
Velferðarráð samþykkir breytta þjónustuþörf í skammtímavistun.
ÖA - stefna og starfsemi
Málsnúmer 2013010214Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti tímabundnar úrlausnir í einstaklingsmáli og reifaði hugmyndir um frekari verkefni á því sviði.
CONNECT - verkefnið
Málsnúmer 2014060231Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sagði frá öryggis- og brunakerfum, neyðahnappi og möguleikum fjarvöktunar.
Stefnumótun og starfsáætlun velferðarráðs 2014 - 2018
Málsnúmer 2014090101Formaður velferðarráðs, Sigríður Huld Jónsdóttir, lagði fram minnispunkta um gerð velferðarstefnu.
Velferðarráð fór yfir minnispunktana og var formanni velferðarráðs falið að hefja vinnu að ráðningu verkefnastjóra velferðarstefnu.