Velferðarráð - 1218
- Kl. 14:00 - 17:40
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1218
Nefndarmenn
- Sigríður Huld Jónsdóttirformaður
- Halldóra Kristín Hauksdóttir
- Róbert Freyr Jónsson
- Svava Þórhildur Hjaltalín
- Valur Sæmundsson
- Valbjörn Helgi Viðarssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirframkvæmdastjóri
- Soffía Lárusdóttirframkvæmdastjóri
- Halldór Sigurður Guðmundssonframkvæmdastjóri
- Kolbeinn Aðalsteinssonfundarritari
Búsetudeild - kynning á starfsemi 2015
Málsnúmer 2015040057Heimsókn í búsetukjarnann í Hafnarstræti og Þrastalundi.
Velferðarráð þakkar fyrir kynningu og móttöku á báðum stöðum.
Húsaleigubætur - yfirlit 2015
Málsnúmer 2015110003Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi húsnæðisdeildar kynnti yfirlit vegna húsaleigubóta.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Fjölsmiðjan á Akureyri - skipan fulltrúa í stjórn
Málsnúmer 2015100168Tekið var fyrir skipun nýrra fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Fjölsmiðjunnar á Akureyri.
Fulltrúar Akureyrarbæjar í stjórn Fjölsmiðjunnar á Akureyri verða Friðbjörg Sigurjónsdóttir og til vara Róbert Freyr Jónsson.
Samband íslenskra sveitarfélaga - félagsþjónustunefnd
Málsnúmer 2012020043Lögð fram til kynningar fundargerð 26. fundar félagsþjónustunefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 27. ágúst 2015.
Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga
Málsnúmer 2009110111Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lagði fram til kynningar fundargerð 17. fundar bakhóps vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga sem haldinn var 28. ágúst 2015.
Velferðarráð - fjárhagsáætlun 2016
Málsnúmer 2015080062Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lögðu fram til kynningar skjal sem unnið var að beiðni bæjarráðs vegna vinnslu fjárhagsáætlunar 2016. Í skjalinu koma fram upplýsingar um helstu breytingar í rekstri milli ára, þróun tekna, launa, stöðugild, vörukaupa og þjónustukaupa frá árinu 2013 til og með áætluninni 2016.
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2015
Málsnúmer 2015010045Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lögðu fram og kynntu rekstraryfirlit fyrir fyrstu níu mánuði ársins.
Endurbætur á ÖA - Víði- og Furuhlíð
Málsnúmer 2013110216Lagt fram minnisblað dagsett 13. október 2015 frá Fasteignum Akureyrarbæjar og minnisblað frá Halldóri Guðmundssyni framkvæmdastjóra ÖA dagsett 1. nóvember 2015, þar sem greint er frá niðurstöðum og kostnaðaráætlun fyrir endurbætur í Víði- og Furuhlíð. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísaði málinu til umræðu í velferðarráði, sbr. bókun stjórnar FA þann 12. október 2015.
Á fundinn mættu Bryndís Björg Þórhallsdóttir forstöðumaður Víði- og Furuhlíðar og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri sem fulltrúar ÖA og velferðarráðs í undirbúningshópi vegna endurbótanna.Velferðarráð þakkar kynninguna og alla þá vinnu sem lögð hefur verið í undirbúning endurbótanna fram til þessa.
Velferðarráð samþykkir þær áherslur sem endurbæturnar taka mið af en frestar ákvörðun um framkvæmdir til næsta fundar.Endurbætur - aðgangsstýringar og lyklakerfi
Málsnúmer 2015020005Lagt fram minnisblað dagsett 1. nóvember 2015 frá Halldóri Guðmundssyni framkvæmdastjóra ÖA þar sem leitað er staðfestingar/samþykkis fyrir uppsetningu á rafrænum aðgangsstýringum á um 120 hurðum í Hlíð.
Mál þetta var áður til afgreiðslu í velferðarráði (félagsmálaráði) þann 6. febrúar 2015, þar sem heimilað var að leita til Fasteigna Akureyrarbæjar með fyrrgreindar breytingar.
Velferðarráð frestar ákvörðun til næsta fundar.Umhyggja - heimaþjónusta
Málsnúmer 2015110015Árni Steinsson og Þórunn Halldórsdóttir mættu á fundinn og kynntu nýstofnað fyrirtæki sitt Umhyggju ehf.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna.