Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 13:00 - 13:45
  • Fundarherbergi skipulagsdeild
  • Fundur nr. 449

Nefndarmenn

    • Pétur Bolli Jóhannessonskipulagsstjóri
    • Leifur Þorsteinsson
    • Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
  • Eiðsvallagata 6, stækkun lóðar

    Málsnúmer 2013060214

    Erindi dagsett 19. júní 2013 þar sem Linda Óladóttir og Sigurður Sigurgeirsson sækja um stækkun lóðar nr. 6 við Eiðsvallagötu samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

    <DIV><DIV>Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Lóðaskrárritara er falið að gera yfirlýsingu um breytta stærð lóðar. <BR><DIV><DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Hafnarstræti 108 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2013060238

    Erindi dagsett 24. júní 2013 þar sem Þuríður Þórðardóttir f.h. Benediktu ehf., kt. 640912-0220, sækir um breytta notkun á 2. 3. og 4. hæð í Hafnarstræti 108 úr skrifstofuhúsnæði í gistiskála. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnlaug Björn Jónsson. Innkomnar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 18. júní 2013 og eldvarnareftirlits 25. júní 2013.\nJafnframt er óskað eftir að gefin verði jákvæð umsögn til bráðabirgða til sýslumanns um rekstur gistiskálans. Meðfylgjandi er tímasett framkvæmdaáætlun nauðsynlegra lagfæringa á húsnæðinu.

    Skipulagsstjóri fellst á að gefið verði út tímabundið rekstrarleyfi fyrir starfseminni en frestar afgreiðslu erindisins að öðru leyti með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

  • Land nr. 150053, Súluvegur, byggingarleyfi fyrir hreinsistöð

    Málsnúmer 2013060233

    Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir gámaeiningum sem innihalda hreinsistöð vegna vinnslu á metani úr hauggasi á lóð Norðurorku við Súluveg. Meðfylgjandi eru teikningar.

    <DIV><DIV><DIV>Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir aðalteikningum af hreinsistöðinni.</DIV></DIV></DIV>

  • Melasíða 4b - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2013060236

    Erindi dagsett 24. júní 2013 þar sem Ragnheiður Harðardóttir sækir um breytingar á húsi nr. 4b við Melasíðu. Meðfylgjandi eru teikningar.

    Skipulagsstjóri samþykkir erindið fyrir sitt leyti en bendir á að samþykki húsfélagsins þarf að liggja fyrir áður en farið er í framkvæmdir.

  • Tjarnartún 29 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2013060181

    Erindi dagsett 18. júní 2013 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr 29. við Tjarnartún. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Tryggva Tryggvason.

    Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

  • Vanabyggð 10 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2013060225

    Erindi dagsett 20. júní 2013 þar sem Hrafnhildur Ósk Jóhannsdóttir f.h. Húsfélags Vanabyggðar 10, kt. 670696-2439, sækir um leyfi fyrir breytingum við hús nr. 10 við Vanabyggð.

    Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

  • Þingvallastræti 6 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2013060218

    Erindi dagsett 20. júní 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Halls Þorgils Sigurðssonar sækir um leyfi fyrir breytingum á húsi nr. 6 við Þingvallastræti. Meðfylgjandi er teikning eftir Þröst Sigurðsson.

    Skipulagsstjóri samþykkir erindið.<BR><DIV><DIV></DIV></DIV>

  • Þórunnarstræti 99 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2012121197

    Innkomnar teikningar 20. júní 2013 þar sem Gísli Kristinsson f.h Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Þórunnarstræti 99 skv. meðfylgjandi teikningum eftir Gísla Kristinsson.

    Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

  • Hafnarstræti 91 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2013060112

    Erindi dagsett 10. júní 2013 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Reita ehf., kt. 510907-0940, sækir um leyfi til að endurnýja lyftu í húsinu Hafnarstræti 91 ásamt breytingum utanhúss. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.\nInnkomnar teikningar 24. júní 2013.

    Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

  • Helgamagrastræti 24 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2013020129

    Erindi dagsett 12. febrúar 2013 þar sem Grétar Markússon f.h. Láru Maríu Ellingsen sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í Helgamagrastræti 24. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Grétar Markússon.\nInnkomnar teikningar 19. júní 2013.

    Skipulagsstjóri samþykkir erindið.<BR><DIV><DIV></DIV></DIV>

  • Miðhúsabraut/Súluvegur - umsókn um byggingarleyfi fyrir metangasstöð

    Málsnúmer 2013060234

    Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem HGH verk f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir gámaeiningu á lóð HGH við Miðhúsabraut/Súluveg sem inniheldur þjöppunarstöð fyrir metangas sem tengd verður áfyllingarstöð við Miðhúsabraut. Meðfylgjandi eru sérteikningar.

    Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir aðalteikningum af þjöppunarstöðinni.