Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Erindi dagsett 5. október 2016 þar sem Gísli Rúnar Magnússon, Greta Kristín Hilmarsdóttir og Eyþór Árni Sigurólason sækja um breytingar á húsi nr. 83 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Erindi dagsett 7. september 2016 þar sem Birkir Björnsson fyrir hönd Jóns Torfa Halldórssonar sækir um hækkun á þaki á húsi nr. 6 við Fjölnisgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar teikningar 10. október 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Erindi dagsett 7. september 2016 þar sem Birkir Björnsson fyrir hönd Jóns Sigursteinssonar sækir um hækkun á þaki á húsi nr. 6 við Fjölnisgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar teikningar 10. október 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Erindi dagsett 30. mars 2015 þar sem Steinmar Rögnvaldsson fyrir hönd Bjarkarness ehf., kt. 671107-0710, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir hús nr. 6 við Fjölnisgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar teikningar 10. október 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Erindi dagsett 17. maí 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Alþýðuhússins Akureyri, kt. 630786-2159, sækir um niðurfellingu á eldvarnarkröfum á gluggum vesturhliðar hússins nr. 14 við Skipagötu.
Innkomin greinargerð brunahönnuðar dagsett 21. júní 2016. Yfirlýsing eiganda Hafnarstrætis 98 móttekin 15. júlí 2016. Innkomin umsögn eldvarnareftirlits 23. september 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið með fyrirvara um að ef byggt verður við húsið Hafnarstræti 98 verði samþykktin tekin til endurskoðunar. Samþykkt þessi tekur ekki gildi fyrr en umsækjandi hefur látið þinglýsa samþykki eiganda Hafnarstrætis 98 á bæði húsin.
Erindi dagsett 11. október 2016 þar sem Sigurgeir Svavarsson fyrir hönd Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, sækir um lóð nr. 1 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.