Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 13:00 - 14:00
  • Fundarherbergi skipulagsdeild
  • Fundur nr. 523

Nefndarmenn

    • Leifur Þorsteinsson
    • Ólafur Jakobsson

Starfsmenn

    • Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
  • Kjarnagata 2 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

    Málsnúmer 2015010030

    Erindi dagsett 5. janúar 2015 þar sem Ragnar Hauksson f.h. FISK kompanísins sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Kjarnagötu 2. Meðfylgjandi er skissa sem sýnir staðsetningu gáms.

    Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

  • Hafnarstræti - umsókn um stöðuleyfi pylsuvagna

    Málsnúmer 2013120059

    Erindi dagsett 6. janúar 2015 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson f.h. GA Samvirkni ehf., kt. 630608-0740, sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir pylsuvagna, við Sundlaug Akureyrar og á reit 2.4 við Ráðhústorg, fyrir árið 2015. Meðfylgjandi eru afrit af starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti og leyfi frá Fasteignum Akureyrarbæjar.

    Staðgengill skipulagsstjóra frestar erindinu þar sem nú er í vinnslu endurskoðun á reglum um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri í miðbænum.

  • Tryggvabraut 10 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2014070070

    Innkomin teikning 21. nóvember 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um breytingu á loftræstiklefa á húsinu Tryggvabraut 10. Innkomnar teikningar 5. og 19. desember 2014.

    Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

  • Hrafnaland 12 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2014120055

    Erindi dagsett 10. desember 2014 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 12 við Hrafnaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 23. desember 2014.

    Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

  • Bjarkarlundur 8 - byggingarleyfi

    Málsnúmer BN030448

    Erindi dagsett 17. desember 2014 þar sem Sigurjón Bergur Kristinsson sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Bjarkarlundi 8. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur.

    Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

  • Mýrarvegur landnr. 148916 - umsókn um breytta notkun

    Málsnúmer 2014120087

    Erindi dagsett 12. desember 2014 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Ötuls ehf., kt. 650576-0479, sækir um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun og breytingum á pizzastað við Mýrarveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 6. janúar 2015.

    Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

  • Jaðarstún 2 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2014110080

    Erindi dagsett 11. nóvember 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni-eignarhaldsfélags ehf., kt. 520809-0580, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 2. við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar teikningar 18. desember 2014.

    Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

  • Jaðarstún 4 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2014120152

    Erindi dagsett 29. desember 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni ehf., kt. 620301-3530, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 4 við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.

    Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.