Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Erindi dagsett 19. september 2016 þar sem Pálmi Gauti Hjörleifsson sækir um leyfi fyrir 14,5 m² garðskúr á lóð nr. 2 við Vörðutún skv. meðfylgjandi myndum. Fyrir liggur umsögn framkvæmdadeildar vegna sjónvegalengda.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Erindi dagsett 30. september 2016 þar sem Þorsteinn H. Jónsson sækir um leyfi til að gera bílastæði við Brautarhól með aðkomu frá Þverholti í stað núverandi stæðis við Krossanesbraut. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsstjóri heimilar umsækjanda að gera á eigin kostnað 6 metra breitt bílastæði. Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi hafi samband við framkvæmdadeild vegna úrtaks í kantstein.
Erindi dagsett 24. júní 2016 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Miðhúsabraut 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Innkomnar teikningar 8. júlí 2016 og 3. október 2016.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Erindi dagsett 8. september 2016 þar sem Kári Magnússon f.h. Ríkiseigna, kt. 690981-0259, sækir um breytingar á 8. áfanga VMA við Hringteig 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 3. október 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Erindi dagsett 5. október 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 3 við Sómatún.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Erindi dagsett 27. september 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd EF1 ehf., kt. 681113-0960, sækir um breytingar á bilum 27, 28 og 29 á Glerártorgi, Gleráreyrum 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Lagðar fram teikningar eftir Loga Má Einarsson með breytingum frá áður samþykktum teikningum af Þórsstíg 4 vegna athugasemda við lokaúttekt. Innkomnar teikningar 27. september 2016.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Erindi dagsett 23. september 2016 þar sem Þórir Guðmundsson f.h. Harrys Reynis Ólafssonar sendir inn fyrirspurn vegna breytinga á húsi nr. 3 við Grænumýri. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsstjóri tekur jákvætt í erindið og mun afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.
Erindi í tölvupósti dagsettum 22. september 2016 þar sem Örn Jóhannsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um stækkun á úrtaki í kantstein við húsið nr. 17-19 við Jaðarstún skv. meðfylgjandi teikningu.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem aðeins þarf úrtak fyrir tvo bíla fyrir hvora íbúð skv. samþykktri teikningu.