Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 13:00 - 14:10
  • Fundarherbergi skipulagsdeild
  • Fundur nr. 547

Nefndarmenn

    • Pétur Bolli Jóhannessonskipulagsstjóri
    • Leifur Þorsteinsson

Starfsmenn

    • Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
  • Strandgata 9 - lóðarleigusamningur

    Málsnúmer 2015070002

    Erindi dagsett 1. júlí 2015 þar sem Sigurður Sveinn Sigurðsson f.h. húsfélagsins í Strandgötu 9, kt. 571203-3320, sækir um lóðarleigusamning fyrir lóðina.

    Í gildi er samþykkt deiliskipulag af miðbæjarsvæðinu þar sem m.a. lóðarmörk húsanna við Strandgötu 9 og 11 eru skilgreind og munu því lóðarleigusamningar taka mið af þeim lóðarmörkum. Samningurinn sem í gildi er vegna lóðar Strandgötu 11 tók mið af eldra skipulagi sem gerði ráð fyrir afnotum af bílastæðum sem nú hafa verið felld út af skipulagi. Ef óskað er eftir samningi í samræmi við deiliskipulag skal haft samband við lóðarskrárritara.

  • Ráðhústorg 5 - umsókn um breytingar innanhúss

    Málsnúmer 2015060152

    Erindi dagsett 16. júní 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. R353 ehf., kt. 510412-0360, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 5 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

    Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

  • Míla - framkvæmdaleyfi fyrir ljósveitu 2015

    Málsnúmer 2015030238

    Erindi dagsett 4. júní 2015 frá Ingimari Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 15. apríl 2015.

    Um er að ræða framkvæmdir samkvæmt meðfylgjandi teikningum við:

    1. Ljósstofn GLER ídráttur og litlir skurðir í Skarðshlíð, Höfðahlíð, Áshlíð, Háahlíð, Lönguhlíð, Stórholt og Lyngholt

    2. Hrafnagilsstræti, Þórunnarstræti, Mímisbraut, Hringteigur, Suðurbyggð, Tónatröð, Byggðavegur og Goðabyggð.

    Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.

    Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

  • Tengir - framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara 2015

    Málsnúmer 2015040168

    Erindi dagsett 25. apríl 2015, móttekið 25. júní 2015, frá Gunnari Birni Þórhallssyni þar sem hann f.h. Tengis hf., kt. 660702-2880, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 29. apríl 2015. Um er að ræða framkvæmdir við ljósleiðaralögn á eftirtöldum svæðum sbr. meðfylgjandi uppdrætti:

    1. Miðholt, Stafholt, Langholt, Þverholt, Einholt, Hraunholt og Hörgárbraut.

    2. Miðsíða að austan frá Múlasíðu að Þverusíðu.

    3. Borgarbraut frá Hlíðarbraut að Bugðusíðu.

    4. Vestan Hörgárbrautar frá Hlíðarbraut að Austursíðu 2.

    5. Frá Sómatúni að Hömrum.

    Skipulagsstjóri samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk að undanskildum lið 5. frá Sómatúni að Hömrum. Í því tilviki þarf að sækja um framkvæmdaleyfi til skipulagsnefndar.

    Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Umsækjandi beri kostnað vegna færslu lagna á óskipulögðum svæðum ef færa þarf lagnirnar vegna nýskipulags.

  • Álfabyggð 4 - umsókn um viðbyggingu

    Málsnúmer 2015010244

    Erindi dagsett 9. júní 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Regnlu Karmelsystra af hinu guðlega hjarta Jesú, kt. 410601-3380, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af viðbyggingu við húsið nr. 4 við Álfabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 29. júní 2015.

    Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

  • Mýrarvegur landnr. 148916 - umsókn um breytta notkun - Spretturinn

    Málsnúmer 2014120087

    Erindi dagsett 29. júní 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Ötuls ehf., kt. 650576-0479, leggur inn reyndarteikningar af Mýrarvegi lnr. 148916. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.

    Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

  • Hafnarstræti - umsókn um stöðuleyfi fyrir söluhúsi

    Málsnúmer 2015060208

    Erindi dagsett 29. júní 2015 þar sem Magnús Guðjónsson f.h. Ambassador ehf., kt. 551009-2620, sækir um leyfi fyrir söluhúsi í Strandgötu. Meðfylgjandi eru myndir.

    Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem öllum langtíma stöðuleyfum vegna sölustarfsemi hefur verið úthlutað.

  • Lerkilundur 15 - smáhýsi

    Málsnúmer 2015060209

    Erindi dagsett 29. júní 2015 þar sem Gróa B. Jóhannesdóttir sækir um að fjarlæga smáhýsi og setja upp annað smáhýsi á nýjum stað á lóð nr. 15 við Lerkilund. Meðfylgjandi er teikning.

    Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

  • Skólastígur 4 - Sundlaug - umsókn um breytingar utanhúss

    Málsnúmer 2015040158

    Erindi dagsett 21. apríl 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar utanhúss á sundlaugarmannvirkjum við Skólastíg 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.

    Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

  • Hjalteyrargata 20 - breytingar inni

    Málsnúmer 2015060195

    Erindi dagsett 24. júní 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Lýsingar hf., kt. 621101-2420, sækir um breytingar innanhúss á húsi nr. 20 við Hjalteyrargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.

    Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.