Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 13:00 - 13:45
  • Fjarfundur
  • Fundur nr. 785

Nefndarmenn

    • Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
    • Arnar Ólafsson

Starfsmenn

    • Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
  • Eyrarlandsvegur 31 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2020060369

    Erindi dagsett 9. júní 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Þorsteins Más Baldvinssonar sækir um byggingarleyfi fyrir nýju einbýlishúsi á lóðinni nr. 31 við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 2. október 2020.

    Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • Glerárholt - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2020060723

    Erindi dagsett 29. september 2020, þar sem Akureyrarbær, kt. 410169-6229, óskar eftir leyfi til að fjölga íbúðum á efri hæð Glerárholts úr einni í tvær þannig að í húsinu verði þrjár íbúðir. Skipulagsráð tók jákvætt í fjölgun íbúða á fundi sínum þann 12. ágúst sl. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson.

    Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

  • Kotárgerði 28 - umsókn um úrtak úr kantsteini

    Málsnúmer 2020100104

    Erindi dagsett 2. október 2020 þar sem Björn Davíðsson sækir um úrtak úr kantsteini við hús sitt nr. 28 við Kotárgerði. Meðfylgjandi eru myndir.

    Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með 7 metra úrtaki með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Taka þarf burt úrtak sem fyrir er nyrst á lóðinni og setja hefðbundinn kantstein.

  • Ránargata 1 - umsókn um úrtak úr kantsteini

    Málsnúmer 2020100108

    Erindi dagsett 5. október 2020 þar sem Roar Björn Ottemo sækir um stækkun á bílastæði að norðan og úrtak úr kantsteini við húsið nr. 1 við Ránargötu. Meðfylgjandi eru myndir og samþykki meðeiganda.

    Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæðið með 7 metra heildarúrtaki fyrir bæði stæðin með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

  • Jóninnuhagi 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2020100226

    Erindi dagsett 8. október 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Tréverks ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða fjölbýli með sjö íbúðum á lóð nr. 6 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er tillöguteikningar eftir Harald S. Árnason.

    Jafnframt er óskað eftir heimild til jarðvegsskipta á grundvelli tillöguteikninganna.

    Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta en frestar erindinu að öðru leyti.

  • Hamragerði 20 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

    Málsnúmer 2020090161

    Erindi dagsett 7. september 2020 þar sem Harpa Samúelsdóttir og Rúnar Bjarnason sækja um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 20 við Hamragerði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Eyjólf Valgarðsson.

    Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Jafnframt skal tekið fram að úrtak úr kantsteini má ekki vera meira en 7 metrar.

  • Kaldbaksgata 6 - umsókn um breytta notkun

    Málsnúmer 2020090351

    Erindi dagsett 10. september 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd BS Kreppu ehf. sækir um leyfi fyrir breyttri starfsemi í húsi nr. 6 við Kaldbaksgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftiri Valþór Brynjarsson.

    Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.