Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Erindi dagsett 9. september 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason og greinargerð vegna geymslna. Innkomnar teikningar 19. september 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Erindi dagsett 11. september 2019 þar sem Ársæll Gunnlaugsson sækir um leyfi til að stækka bílastæði á lóð nr. 6 við Suðurbyggð. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæðið með 7 metra breiðu úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.
Erindi dagsett 13. september 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Rarik ohf., kt. 520269-2669, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun aðveitustöðvar á lóð nr. 3 við Rangárvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag.
Erindi dagsett 6. ágúst 2019 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar nýjar teikningar 10. september 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Erindi dagsett 11. september 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Fasteignafélagsins Klappa ehf., kt. 670505-2350, sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara húss nr. 6 við Kaupvangsstræti. Fyrirhugað er að breyta veitingarými og snyrtingu í eldhús og skrifstofu. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar umsagnir vinnu- og heilbrigðiseftirlits 12. september 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Erindi móttekið 29. ágúst 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af íþróttahúsi Glerárskóla við Höfðahlíð. Fyrirhugað er að bæta aðstöðu hreyfihamlaðra og fleira. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 12. september 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.