Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 13:00 -
  • Skrifstofa byggingarfulltrúa
  • Fundur nr. 906

Nefndarmenn

    • Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi

Starfsmenn

    • Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
    • Eyrún Halla Eyjólfsdóttirfundarritari
  • Hafnarstræti 67 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2023020917

    Erindi dagsett 17. febrúar 2023 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Hótel Akureyri sækir um byggingaráform og byggingarleyfi í húsi nr. 67 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.

    Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

  • Glerárgata 34 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hjólageymslu

    Málsnúmer 2022111340

    Erindi dagsett 24. nóvember 2022 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd G34 fasteigna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir hjólageymslu á lóð nr. 34 við Glerárgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.

    Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

  • Gránufélagsgata 10 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2023030434

    Erindi dagsett 8. mars 2023 þar sem Magnús Valur Benediktsson fyrir hönd Selló ehf. sækir um breytta skráningu á húsnæði úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði á lóð nr. 10 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Magnús Val Benediktsson.

    Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

  • Hrafnargilsstræti 22 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

    Málsnúmer 2023030433

    Erindi dagsett 8. mars 2023 þar sem Árni Hólmar Gunnlaugsson sækir um úrtak úr kantsteini og stækkun bílastæðis.

    Byggingarfulltrúi samþykkir stækkun bílastæðis með 2,7 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.

  • Hafnarstræti 2B - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2023011225

    Erindi dagsett 23. janúar 2023 þar sem Jónas Vigfússon fyrir hönd Jóns Ómars Hraundals Halldórssonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir bílgeymslu að Hafnarstræti 2B. Innkomnar nýjar teikningar 1. mars 2023 eftir Jónas Vigfússon.

    Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

  • Hjalteyrargata 20 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2021011891

    Erindi dagsett 6. mars 2023 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Slippsins Akureyri ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir atvinnumannvirki á lóð nr. 20 við Hjalteyrargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.

    Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • Hafnarstræti 104 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2023021003

    Erindi dagsett 10. febrúar 2023 þar sem Gunnar Bogi Borgarsson fyrir hönd Mælifellshnjúks ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi á húsi nr. 104 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er teikning eftir Gunnar Boga Borgarsson.

    Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.