Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 13:00 - 14:05
  • Fundarherbergi á 3. hæð Ráðhúss
  • Fundur nr. 707

Nefndarmenn

    • Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
    • Björn Jóhannsson

Starfsmenn

    • Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
  • Ægisgata 13 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

    Málsnúmer 2019010143

    Erindi dagsett 11. janúar 2019 þar sem Anton Steinarsson fyrir hönd Björgunarsveitar Hríseyjar, kt. 581088-2569, sækir um stöðuleyfi fyrir tvo gáma á lóð húss nr. 13 við Ægisgötu. Meðfylgjandi eru myndir.

    Þar sem umbeðnir gámar falla ekki undir skilgreiningu byggingarreglugerðar um gáma sem falla undir heimild til stöðuleyfa getur byggingarfulltrúi ekki orðið við erindinu þar sem deiliskipulag heimilar ekki viðbótar byggingar á lóðinni.

    Byggingarfulltrúi vísar erindinu til áframhaldandi skoðunar og afgreiðslu skipulagsráðs sem deiliskipulagsmál.

  • Njarðarnes 12 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2018030307

    Erindi dagsett 14. janúar 2019 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningu húss nr. 12 við Njarðarnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 16. janúar 2019.

    Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

  • Gleráreyrar 1, rými 63 - rými breytt í skrifstofu

    Málsnúmer 2019010171

    Erindi dagsett 15. janúar 2019 þar sem Egill Guðmundsson fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um leyfi til að breyta rými 63 í skrifstofu í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnar Boga Borgarsson. Gátlista vantar.

    Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

  • Hofsbót 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

    Málsnúmer 2019010186

    Erindi dagsett 16. janúar 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Húsfélagsins Hofsbót 4, kt. 471088-1379, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð í húsi nr. 4 við Hofsbót. Meðfylgjandi er teikning eftir Valþór Brynjarsson.

    Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

  • Keilusíða 1-3-5 - umsókn byggingarleyfi vegna fjölgunar íbúða

    Málsnúmer 2018090105

    Erindi dagsett 17. janúar 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi til að fjölga íbúðum í húsi nr. 1-3-5 við Keilusíðu á kostnað sameignar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.

    Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • Oddagata 11 - fyrirspurn vegna bílskúrs

    Málsnúmer 2019010294

    Erindi dagsett 24. janúar 2019 þar sem Ágúst Leifsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílskúrs við hús nr. 11 við Oddagötu. Meðfylgjandi er skýringarteikning.

    Gildandi deiliskipulag heimilar ekki byggingar á lóðinni umfram núverandi byggingar.

    Þar sem erindið fjallar um hugsanlega breytingu á deiliskipulagi áframsendir byggingarfulltrúi fyrirspurnina til fullnaðarafgreiðslu skipulagsráðs.