Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Erindi dagsett 5. júlí 2018 þar sem Steindór Ívar Ívarsson sækir um að stækka bílaplan um 3 metra frá núverandi stæði við hús sitt að Ásabyggð 12. Meðfylgjandi eru myndir.
Byggingarfulltrúi samþykkir í heildina 6 metra breytt bílastæði með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.
Erindi móttekið 10. júlí 2018 þar sem Bjarki V. Garðarsson fyrir hönd Amtmannshússins ehf., kt. 550318-0240, sækir um breytta skráningu á Hafnarstræti 49 úr samkomuhúsi í einbýlishús skv. gildandi deiliskipulagi.
Byggingarfulltrúi bendir umsækjanda á að áður en hægt er að breyta skráningu hússins úr samkomustað, eins og samþykktar teikningar sýna, í íbúð þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun og skila inn með umsókn teikningum sem gera grein fyrir innréttingum o.fl. sem sýna að kröfur byggingarreglugerðar til íbúða séu uppfylltar og öðrum þeim gögnum sem fylgja þurfa slíkri umsókn skv. byggingarreglugerð.
Byggingarfulltrúi getur því ekki orðið við erindinu að svo stöddu.
Erindi móttekið 9. júlí 2018 þar sem Inga Dóra Halldórsdóttir fyrir hönd Gæðabaksturs ehf., kt. 550595-2499, sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir frystigáma við Hrísalund 3.
Byggingarfulltrúi samþykkir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir tveimur frystigámum vestan við húsið ásamt skýli milli þeirra til 12. júlí 2019. Kröfur um hávaða frá gámunum skulu vera innan leyfilegra marka reglugerða.
Erindi móttekið 9. júlí 2018 þar sem Inga Dóra Halldórsdóttir fyrir hönd Gæðabaksturs ehf., kt. 550595-2499, sækir um endurnýjun á sumaraðstöðu fyrir borð og stóla í göngugötu við Hafnarstræti 108.
Byggingarfulltrúi samþykkir nýtingu svæðisins til 9. október 2018. Farið skal eftir Samþykkt Akureyrarkaupstaðar um verklagsreglur vegna nýtingar gangstétta- og göturýmis í göngugötu og Ráðhústorgi hvað varðar umfang og notkunartíma.
Erindi móttekið 6. júlí 2018 þar sem Víðir Orri Hauksson sækir um að fá bílastæðakantstein um 6 metra framan við nýtt bílastæði á lóðinni við Tungusíðu 2. Meðfylgjandi er mynd.
Með vísan í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantsteina skal við einbýlishús gert ráð fyrir 6 m bílastæði fyrir tvo bíla og hámarks lengd úrtaka 7 m.
Núverandi steypt bílastæði er tæpir 7 m að breidd.
Byggingarfulltrúi getur því ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 20. júní 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd húsfélagsins Ásatúni 46, kt. 480317-0410, sækir um leyfi fyrir svalalokunum á allar svalir og verandir hússins nr. 46 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomið 10. júlí 2018 afrit frá fundi húsfélagsins Ásatúni 46 ásamt umboðum þar sem eigendur 11 íbúða samþykkja svalalokunina.
Byggingarfulltrúi telur að þessi svalalokun falli undir 3. tölulið B. liðar 41. gr. laga um fjöleignahús og samþykkir erindið.