Velferðarráð - 1378
- Kl. 14:00 - 16:14
- Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
- Fundur nr. 1378
Nefndarmenn
- Hulda Elma Eysteinsdóttirformaður
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Guðbjörg Anna Björnsdóttir
- Snæbjörn Ómar Guðjónsson
- Elsa María Guðmundsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri velferðarsviðs
- Karólína Gunnarsdóttirþjónustustjóri velferðarsviðs
- Kristín Birna Kristjánsdóttirfundarritari
Stefna um íbúasamráð 2022
Málsnúmer 2022041947Lögð fram til kynningar og umsagnar stefna Akureyrarbæjar um íbúasamráð til 2026 ásamt aðgerðaáætlun. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 23. nóvember sl. að vísa stefnunni til kynningar og umsagnar í fastanefndum, ungmennaráði, öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.
Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð lýsir ánægju sinni með stefnu Akureyrarbæjar um íbúasamráð.
Húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2019020182Lögð fram til kynningar drög að húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar 2024.
Pétur Ingi Haraldsson skipulagsstjóri og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Elsa María Guðmundsdóttir S-lista og Snæbjörn Guðjónsson V-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Ljóst er að fjölga þarf félagslegum leiguíbúðum, langir biðlistar fyrir fólk í viðkvæmri stöðu eru ekki ásættanlegir til lengri tíma. Afar brýnt er að fylgja eftir því sem fram kemur í húsnæðisáætlun fyrir 2024 um að nýjar íbúðir fyrir fólk í þeirri stöðu verði 5% af öllum íbúðum sem áætlað er að byggja eða leigja.Samræmd móttaka flóttafólks
Málsnúmer 2023021331Lögð fram drög að nýjum samningi við félagsmála- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð felur sviðsstjóra og forstöðumanni félagsþjónustu að vinna málið áfram.
Afskriftir lána 2022 - 2023
Málsnúmer 2022120475Lögð fram tillaga velferðarsviðs um afskriftir lána í fjárhagsaðstoð.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð samþykkir tillögu að afskriftum lána og vísar málinu til bæjarráðs.
Fjölsmiðjan á Akureyri - beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings 2023
Málsnúmer 2023110595Lögð fram drög að samningi við Fjölsmiðjuna.
Velferðarráð samþykkir samninginn.
Landssamtökin Þroskahjálp - beiðni um samstarf
Málsnúmer 2023120151Lagt fram til kynningar erindi til Landssamtakanna Þroskahjálpar dagsett 5. desember 2023 þar sem óskað er eftir samstarfi um uppbyggingu nýs búsetukjarna á Akureyri.
Velferðarráð styður samstarf við Þroskahjálp og felur sviðsstjóra að leita eftir samningi við Þroskahjálp.
Samtal við Akureyrarbæ um mögulegt samstarf um barnaverndarþjónustu skv. samþykkt byggðarráðs Norðurþings
Málsnúmer 2023120049Tekin fyrir beiðni frá Norðurþingi um samstarf varðandi barnaverndarþjónustu.
Velferðarráð tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Beiðni um samstarf vegna barnaverndarþjónustu
Málsnúmer 2023120061Tekið fyrir erindi frá Langanesbyggð um samstarf vegna barnaverndarþjónustu.
Velferðarráð tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Beiðni um samstarf vegna barnaverndarþjónustu
Málsnúmer 2023120321Tekið fyrir erindi frá Þingeyjarsveit varðandi samstarf um barnaverndarþjónustu.
Velferðarráð tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Samtök um kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2024
Málsnúmer 2023111322Lögð fram beiðni frá Kvennaathvarfinu um styrk 1,5 m.kr. vegna athvarfsins á Akureyri.
Velferðarráð leggur áherslu á mikilvægi starfsemi Kvennaathvarfsins á Norðurlandi og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bjarmahlíð þolendamiðstöð - styrktarbeiðni 2023
Málsnúmer 2023110949Erindi dagsett 22. nóvember 2023 frá Kristínu Snorradóttur teymisstjóra Bjarmahlíðar á Akureyri með von um stuðning frá Akureyrarbæ með framlagi að upphæð 200.000 kr. sem færi í fræðslu- og forvarnastarf. Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf, aðstoð og upplýsingar fyrir fólk sem beitt hefur verið ofbeldi.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu, þar sem úthlutun styrkja er lokið og bent á auglýsingu styrkja að hausti 2024.
Velferðarráð - fundaáætlun 2024
Málsnúmer 2022110653Lögð fram drög að fundaáætlun velferðarráðs fyrir árið 2024.
Velferðarráð samþykkir fundaáætlunina með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.