Umhverfis- og mannvirkjaráð - 152
- Kl. 08:15 - 11:43
- Fundarherbergi UMSA
- Fundur nr. 152
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Inga Dís Sigurðardóttir
- Þórhallur Harðarson
- Óskar Ingi Sigurðsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Anton Bjarni Bjarkasonáheyrnarfulltrúi ungmennaráðs
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Samningur um sjúkraflug - 2019-2021 - Sjúkratryggingar Íslands
Málsnúmer 2019020255Staðan á samningum við Sjúkratryggingar Íslands rædd.
Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar 2023-2027
Málsnúmer 2023121003Staðan á Brunavarnaáætlun Slökkviliðs Akureyrar 2023-2027 rædd.
Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.UMSA - endurnýjun bifreiða og tækja
Málsnúmer 2022090104Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2023 varðandi sölu á gömlum tækjum hjá umhverfismiðstöð.
Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að tækin verði seld til hæstbjóðanda, ef hæstbjóðandi fellur frá sínu tilboði þá verði tækið boðið þeim bjóðanda sem var með næsta hæsta boð að kaupa tækið.
Ráðhús - viðhaldsáætlun
Málsnúmer 2023040413Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2023 varðandi gerð brunaflóttastiga við Ráðhúsið á Akureyri.
Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði frá lægstbjóðanda Vélsmiðju Steindórs í brunastigann að upphæð kr. 19.278.578. Heildarkostnaðaráætlun fyrir verkið er kr. 35 milljónir og óskar umhverfis- og mannvirkjaráð eftir því við bæjarráð að áætlun fyrir verkefnið verði færð frá árinu 2023 til 2024.
Fylgiskjöl
Leikskóli í Hagahverfi
Málsnúmer 2023010583Staðsetning á leikskólanum í Hagahverfi rædd.
Notkun nagladekkja
Málsnúmer 2023120856Lagt fram minnisblað dagsett 14. desember 2023 varðandi notkun nagladekkja frá 1975 til 2023.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.Fylgiskjöl
Brú yfir Glerá - Skarðshlíð_Glerártorg
Málsnúmer 2022120693Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2023 varðandi göngu- og hjólabrú yfir Glerá ásamt jöfnunarstöð Strætisvagna Akureyrar.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar og Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.Þar sem um er að ræða framkvæmd sem er samofin öðrum framkvæmdum og skipulagi, þá felur umhverfis- og mannvirkjaráð sviðsstjóra að gera heildstæða, tímasetta framkvæmda- og kostnaðaráætlun í samráði við hagaðila t.d. skipulagsráð, bæjarráð, Vegagerðina, Norðurorku og aðrar veitur. Áætlunin verði lögð fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð í febrúar 2024.
Krossanesborgir
Málsnúmer 2023120850Lagt fram minnisblað dagsett 18. desember 2023 varðandi Krossanesborgir og möguleg stækkun svæðisins til austurs rædd.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að skipulagsráð skoði þann valmöguleika að skipuleggja svæði austan Krossanesborga og niður að sjó sem útivistarsvæði. Markmiðið er að tryggja betra útivistarsvæði og aðgengi almennings að óraskaðri strandlengju.
Stígar 2023 og 2024
Málsnúmer 2023120853Lagt fram minnisblað dagsett 18. desember 2023 varðandi stígagerð á árinu 2023 og 2024.
Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri á umhverfisdeild sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að leita leiða til að kynna enn betur fjölbreytt útivistarstíga- og svæði í sveitarfélaginu.
Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð
Málsnúmer 2022110167Lagt fram minnisblað dagsett 18. desember 2023 varðandi opnun tilboða í hirðu úrgangs við heimili á Akureyri.
Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála og Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild sátu fundinn undir þessum lið.Umhverfis og mannvirkjaráð samþykkir að hefja samningsviðræður við lægstbjóðanda, Terra umhverfisþjónustu hf., tilboðsblað 1, um dreifingu íláta og hirðu úrgangs við heimili á Akureyri með þeim fyrirvara að lægstbjóðanda standist útboðskröfur.
Svifryksmælingar
Málsnúmer 2022110574Lagt fram minnisblað dagsett 14. desember 2023 varðandi loftgæðamæla við leikskóla á Akureyri.
Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sat fundinn undir þessum lið.Verklagsreglur um aðgerðir gegn loftmengun utandyra
Málsnúmer 2023120848Lögð fram 2023 útgáfa af verklagsreglum um aðgerðir gegn loftmengun utandyra.
Ísak Már Jóhannesson verkefnastjóri úrgangs- og loftlagsmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verklagsreglur um aðgerðir gegn loftmengun utandyra og felur sviðsstjóra að upplýsa bæjarstjórn um niðurstöðuna.
Fylgiskjöl
UMSA rekstur 2023
Málsnúmer 2023050638Lagt fram minnisblað dagsett 18. desember 2023 varðandi rekstur deilda umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.