Bæjarráð - 3692
- Kl. 08:15 - 10:44
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3692
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Gunnar Gíslason
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Hlynur Jóhannssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Dan Jens Brynjarssonsviðsstjóri fjársýslusviðs
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
Tímabundin heimild til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga
Málsnúmer 2020030426Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga um fjarfundi vegna COVID-19.
Auglýsingu um ákvörðun ráðherra er að finna á vefsíðu Stjórnartíðinda: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=df0dcb44-235c-40db-aa0a-89967cfd0406Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.
Bæjarráð samþykkir að heimilt verði að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar og fastanefnda Akureyrarbæjar og engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar og nefndum sveitarfélagsins í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir bæjarráð að ritun fundargerða geti farið fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Fundargerð fundar þar sem allir fundarmenn eru í fjarfundi skal deilt með öllum fundarmönnum á skjá í lok fundar og lesin yfir og síðan undirrituð rafrænt. Heimildin gildir til 10. nóvember 2020.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2020
Málsnúmer 2020030021Lagt fram til kynningar fimm mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020 - viðauki 13
Málsnúmer 2019020276Lagður fram viðauki 13.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.
Bæjarráð samþykkir viðaukann með fimm samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024 - tekjuáætlun
Málsnúmer 2020030454Lögð fram drög að tekjuáætlun fyrir árið 2021 vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum framlagða tekjuáætlun fyrir árið 2021 vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024 - fjárhagsrammi
Málsnúmer 2020030454Lögð fram drög að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Afgreiðslu frestað.
90 daga sprettir - vinna við fjárhagsáætlun
Málsnúmer 2020061162Guðrún Ragnarsdóttir og Helga Hlín Hákonardóttir frá ráðgjafarfyrirtækinu Strategíu mættu á fund bæjarráðs í gegnum fjarfundabúnað til að fara yfir vinnu við innleiðingu á markvissu verkferli við gerð fjárhagsáætlunar.
Hjúkrunarheimili - nýbygging 2018-2022
Málsnúmer 2018120188Erindi dagsett 28. júlí 2020 frá Guðrúnu Fanneyju Sigurðardóttur f.h. heilbrigðisráðherra þar sem send eru 5. drög að samningi um byggingu hjúkrunarheimilis.
Bæjarráð getur ekki fallist á að skilyrt sé í samningi um uppbyggingu hjúkrunarheimils að heilbrigðisráðuneytið og Akureyrarbær geri með sér samning um rekstur á hjúkrunarheimilinu og vísar að öðru leyti í bókun bæjarráðs frá 14. maí sl.