Kjarasamninganefnd - 4
- Kl. 08:30 - 10:28
- Fjarfundur
- Fundur nr. 4
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Guðrún Karitas Garðarsdóttir
- Þórunn Sif Harðardóttir
Starfsmenn
- Halla Margrét Tryggvadóttirsviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Skólastjórafélag Íslands - kjarasamningur 2020-2021, bókun 5
Málsnúmer 2020110842Áður á dagskrá kjarasamninganefndar 27. nóvember 2020.
Erindi frá Karli Frímannssyni sviðsstjóra fræðslusviðs dagsett 26. nóvember 2020 vegna bókunar 5 í nýgerðum kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands.
Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.Kjarasamninganefnd frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fræðslusviðs og sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna málið áfram í samræmi við unræður á fundinum.
Fjársýslusvið - breyting á skipuriti
Málsnúmer 2021030536Bæjarráð bókaði á fundi sínum 11. mars 2021:
Lögð fram tillaga að breytingu á skipuriti fjársýslusviðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á skipuriti fjársýslusviðs og vísar málinu til kjarasamninganefndar.Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að greitt verði stjórnendaálag fyrir nýtt starf forstöðumanns hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði frá 1. apríl 2021.
Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög
Málsnúmer 2021030342Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisráðgjafi Akureyrarbæjar fór yfir helstu breytingar á nýrri jafnréttislöggjöf og áhrif þeirra á sveitarfélög.
Stytting vinnuviku dagvinnufólks
Málsnúmer 2021041143Umfjöllun um styttingu vinnuviku dagvinnufólks 1. janúar 2021.
Betri vinnutími - Þrastarlundur
Málsnúmer 2021041144Kynnt tillaga að tímabundnu samkomulagi við Einingu-Iðju vegna innleiðingar á Betri vinnutíma í Þrastarlundi.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að tillaga að tímabundnu samkomulagi við Einingu-Iðju vegna innleiðingar Betri vinnutíma vaktavinnufólks i Þrastarlundi verði samþykkt.