Stjórn Akureyrarstofu - 295
- Kl. 14:00 - 16:40
- Rósenborg - kennslustofa 3. hæð
- Fundur nr. 295
Nefndarmenn
- Hilda Jana Gísladóttirformaður
- Anna Fanney Stefánsdóttir
- Sigfús Arnar Karlsson
- Finnur Sigurðsson
- Kristján Blær Sigurðsson
- Karl Liljendal Hólmgeirssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Listasafnið á Akureyri
Málsnúmer 2015060091<br />
Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins mætti á fundinn og fór yfir drög að auglýsingu vegna útleigu á jarðhæð Ketilhússins. Einnig kynnti hann tillögu um lækkun á gjaldskrá vegna útleigu á aðalsal Ketilhússins.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að brátt færist menningarlegt líf í jarðhæð Ketilhússins. Stjórnin samþykkir tillögu um að leigufjárhæð fyrir jarðhæð Ketilhússins verði kr. 145.000 á mánuði. Jafnframt samþykkir stjórnin að gjaldskrá fyrir aðalsal hússins verði breytt þannig að leiga fyrir 2 klst. verði kr. 60.000 í stað kr. 82.000 áður og að leiga til stofnana Akureyrarbæjar fyrir samskonar leigu fari úr kr. 52.000 í kr. 40.000.
Barnamenningarhátið á Akureyri
Málsnúmer 2019030063Tillögur fagráðs um styrkveitingar til verkefna á barnamenningarhátíð 2020 lagðar fram til samþykktar.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála mætti á fundinn og kynnti tillögurnar.Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögur fagráðs barnamenningarhátíðar.
Fylgiskjöl
Samstarf safna - ábyrgðarsöfn
Málsnúmer 2020020490Samstarf safna - ábyrgðarsöfn. Skýrsla um sameiningu og samvinnu safna á Eyþingssvæðinu lögð fram til kynningar. Skýrslan var unnin af RHA fyrir Eyþing og gefin út í janúar 2020.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir skýrsluna og hvetur til þess að Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) boði fulltrúa safna á svæðinu til fundar þar sem efni skýrslunnar verði kynnt og hafin umræða um sameiginleg verkefni og snertifleti í starfsemi þeirra.
Fylgiskjöl
Safnastefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2014110087Rætt um drög að safnastefnu, einstök verkefni og kostnað við þau.
Iceland Winter Games - samningur
Málsnúmer 2020020489Drög að samningi við Viðburðastofu Norðurlands vegna Iceland Winter Games (IWG) 2020 - 2022 lögð fram til kynningar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Ferðamálafélag Hríseyjar - samstarfssamningur 2020 - 2022
Málsnúmer 2019060260Lagður fram til samþykktar samningur við Ferðamálafélag Hríseyjar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn.