Umhverfis- og mannvirkjaráð - 63
- Kl. 08:15 - 10:15
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 63
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Unnar Jónssonvaraformaður
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirforstöðumaður rekstrardeildar
- Hildigunnur Rut Jónsdóttirforstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
- Hrafn Svavarssonrekstrarstjóri SVA og Ferliþjónustu
- Jón Birgir Gunnlaugssonverkefnastjóri umhverfismála
- Steindór Ívar Ívarssonforstöðumaður viðhaldsdeildar
- Ólafur Stefánssonslökkviliðsstjóri
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Slökkvilið Akureyrar - samstarfssamningur
Málsnúmer 2019090221Lögð fram drög að samstarfssamningi milli SA og BSÞ.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
SVA - aðstaða fyrir strætó
Málsnúmer 2019020236Lögð fram greinargerð verkefnahóps um staðsetningu á miðbæjarbiðstöð Strætisvagna Akureyrar dagsett 5. september 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar greinargerðinni til umræðu í bæjarráði.
Fylgiskjöl
Strengjabrú yfir Glerá
Málsnúmer 2019090177Lagðar fyrir tillögur að sameiginlegri þverun Glerár á strengjum Rarik, Norðurorku og Landsnets. Einnig gerð göngubrúar á sama stað.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar tillögur.
UMSA - viðaukar 2019
Málsnúmer 2019090073Lagðir fram til annarrar umræðu og samþykktar viðaukar umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að samþykkja meðfylgjandi viðauka.
Rusladallar - staðsetning og fjöldi
Málsnúmer 2019090175Gæludýr í strætó - breyting á reglugerð um hollustuhætti
Málsnúmer 2019090174Tekin fyrir beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á umsögn um drög að breytingu á reglugerð um hollustuhætti um að heimila að gæludýr verði leyfð í almenningsvögnum í þéttbýli að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um reglugerðinna enda gefur hún færi á ýmsum takmörkunum og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að senda inn umsögn út frá umræðum á fundinum.
Fylgiskjöl
Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020
Málsnúmer 2019060039Farið yfir fjárhagsáætlunargerð fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið.
Verkfundargerðir 2019
Málsnúmer 2019010182Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram á fundinum:
Klettaborg 43: 3. og 4. verkfundur dagsettir 13. og 27. júní 2019.
Glerárskóli b álma: 5. og 6. verkfundur dagsettir 10. og 23. júlí 2019.
Íþróttahús Lundarskóla: 1. og 2. verkfundur dagsettir 25. júlí og 14. ágúst 2019.