Stjórn Akureyrarstofu - 239
- Kl. 16:15 - 18:00
- Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
- Fundur nr. 239
Nefndarmenn
- Unnar Jónssonformaður
- Mínerva Björg Sverrisdóttir
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Hildur Friðriksdóttir
Starfsmenn
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Markaðsstofa Norðurlands - starfsemi
Málsnúmer 2017100213Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri MN mættu á fundinn og fóru yfir starfsemi markaðsstofunnar og flugklasans Air 66N.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Arnheiði og Hjalta Páli fyrir greinargóða kynningu.
Unnar Jónsson vék af fundi kl. 17:08.Íbúakort
Málsnúmer 2017090124Framhald umræðu frá síðasta fundi.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipaður verði vinnuhópur með fulltrúum frá stjórnsýslu-, fjársýslu- og samfélagssviði bæjarins og felur hópnum að skila af sér tillögu um málið fyrir árslok.
Markmið með vinnu hópsins verði að þróa afsláttarkort sem færi þeim hagstæðari kjör sem nota tilgreinda þjónustu bæjarins mikið. Kortið myndi þá nýtast bæði þeim sem búa á Akureyri og þeim sem dvelja hér um lengri tíma. Þar sem innleiðing kortsins hefði í för með sér áhrif á gjaldskrá á fleiri en einu sviði er nauðsynlegt að stoðsvið bæjarins komi að vinnunni.