Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 741
- Kl. 13:00 - 14:10
- Fundarherbergi skipulagssviðs
- Fundur nr. 741
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Óseyri 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi
Málsnúmer 2019090456Erindi dagsett 24. september 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Reita - iðnaður ehf., kt. 530117-0570, sækir um byggingarleyfi fyrir breyttu innra skipulagi í húsi nr. 1 við Óseyri. Fyrirhugað er meðal annars að breyta óráðstöfuðu rými í lager, skrifstofu og kaffistofu og setja upp iðnaðarhurð. Meðfylgjandi er greinargerð hönnunarstjóra og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Tryggvabraut 24 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss
Málsnúmer 2019080278Erindi dagsett 15. ágúst 2019 þar sem Ragnar Fr. Guðmundsson fyrir hönd Efniviðar ehf., kt. 680704-2950, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 24 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 20. september 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Brekkugata 1b - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2019020351Erindi dagsett 18. september 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Muga ehf., kt. 510512-0570, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu á innra skipulagi og notkun á öllum hæðum hússins nr. 1b við Brekkugötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Þórunnarstræti 114 - umsókn um breytingu á innra skipulagi
Málsnúmer 2019090222Erindi dagsett 11. september 2019 þar sem Sigurður Hafsteinsson fyrir hönd Libertas ehf., kt. 520811-1760, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu á innra skipulagi í húsi nr. 114 við Þórunnarstræti. Fyrirhugað er að breyta húsinu í tvær íbúðir. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Sigurð Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem að íbúðirnar uppfylla ekki kröfu byggingarreglugerðar.
Krókeyrarnöf 14 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer BN070286Erindi dagsett 16. september 2019 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Grettistaks ehf., kt. 680717-0950, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 14 við Krókeyrarnöf. Fyrirhugað er að breyta úr steinsteypu einangrun að utan í plasteinangrunarmót. Gluggasetning breytist og veggur milli bílskúrs og íbúðar verður timburgrind og gifs. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Byggðavegur 114A - umsókn um byggingarleyfi til að breyta eigninni í tvö gistirými
Málsnúmer 2019090080Erindi dagsett 4. september 2019 þar sem Arnhildur Pálmadóttir fyrir hönd Auðuns Þorsteinssonar sækir um byggingarleyfi til að breyta húsi nr. 114A við Byggðaveg í tvö gistirými með sérinngangi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Arnhildi Pálmadóttur.
Erindið fór fyrir skipulagsráð 11. september sl. sem samþykkti breytta notkun.Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Rangárvellir 2 - hús nr. 3 - umsókn um byggingarleyfi breytinga
Málsnúmer 2018120106Erindi dagsett 21. ágúst 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 1-3 við Rangárvelli 2. Fyrirhugað er að færa mötuneytið milli húsanna. Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur og brunahönnun Böðvars Tómassonar. Innkomnar nýjar teikningar 26. september 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.