Velferðarráð - 1374
- Kl. 14:00 - 17:00
- Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
- Fundur nr. 1374
Nefndarmenn
- Hulda Elma Eysteinsdóttirformaður
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Hólmgeir Karlsson
- Guðbjörg Anna Björnsdóttir
- Snæbjörn Ómar Guðjónsson
- Elsa María Guðmundsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Tinna Guðmundsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri velferðarsviðs
- Karólína Gunnarsdóttirþjónustustjóri velferðarsviðs
- Kristín Birna Kristjánsdóttirfundarritari
Velferðarráð - fjárhagsáætlun 2024
Málsnúmer 2023061032Drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs lögð fram til samþykktar vegna breytinga frá síðustu fyrirlögn.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð samþykkir breytingar á fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra
Málsnúmer 2023090450Lagðar fram að nýju reglur um þjónustu við börn og barnafjölskyldur.
Reglunum var vísað til umsagnar til samráðshóps um málefni fatlaðs fólks og hann lýsir yfir ánægju sinni með reglurnar og telur þær til bóta fyrir foreldra/forráðamenn.
Ungmennaráð fékk reglurnar til umsagnar og gerir ekki athugasemdir við þær.
Fræðslu- og lýðheilsuráð lýsti yfir ánægju sinni með reglurnar.Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Reglur um skammtímadvöl og frístundaþjónustu
Málsnúmer 2023090449Lagðar fram að nýju reglur um skammtímadvöl.
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks skilaði umsögn um reglurnar og lýsti ánægju sinni með reglurnar.
Ungmennaráð fékk reglurnar til umsagnar og gerir ekki athugasemdir við þær.Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Reglur um stuðningsfjölskyldur
Málsnúmer 2023090452Lagðar fram að nýju reglur um stuðningsfjölskyldur.
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks skilaði umsögn um reglurnar og lýsti ánægju sinni með reglurnar.
Ungmennaráð fékk reglurnar til umsagnar og gerir ekki athugasemdir við þær.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessu lið.Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Stuðningsþjónustan - húsnæðismál
Málsnúmer 2023100303Lagt fram minnnisblað Karólínu Gunnarsdóttur þjónustustjóra dagsett 10. október 2023 um húsnæði fyrir stuðningsþjónustuna í Íþróttahöllinni.
Málinu frestað þar sem beðið er eftir frekari gögnum.
Samræmd móttaka flóttafólks
Málsnúmer 2023021331Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu flóttafólks á Akureyri.