Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Yfirferð tilnefninga til mannréttindaviðurkenningar Akureyrarbæjar 2024.
Birna Eyjólfsdóttir forstöðumaður mannauðsmála sat fundinn undir liðnum.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur hverjir hljóti mannréttindaviðurkenningu Akureyrarbæjar 2024 og felur forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs að sjá um afhendingu viðurkenninganna á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.
Rætt um stöðu og málefni lögreglunnar á Akureyri.
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Kristján Kristjánsson yfirlögregluþjónn og Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, Kristjáni Kristjánssyni yfirlögregluþjóni og Jóhannesi Sigfússyni aðstoðaryfirlögregluþjóni fyrir komuna á fundinn.
Tekin til umræðu að nýju tillaga um að Listasumar verði ekki haldið sbr. umræðu í bæjarráði 7. mars 2024 en þá var afgreiðslu frestað.
Forstöðumaður atvinnu- og menningarmála, verkefnisstjóri menningarmála og Heimir Örn Árnason formaður bæjarráðs hafa fundað með þeim samstarfsaðilum og hagsmunaaðilum sem mest hafa komið að framkvæmd Listasumars í gegnum tíðina. Niðurstaðan af því samráði er að falla frá tillögu um að Listasumar verði ekki haldið og taka upp frekara samtal um samspil Listasumars og Akureyrarvöku. Jafnframt að leita leiða til að einfalda framkvæmd Listasumars enn frekar en gert hefur verið með það að markmiði að nýta sem best fjármagn og starfskrafta menningar-, markaðs- og atvinnuteymis bæjarins.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að falla frá tillögu um að Listasumar verði ekki haldið og leggur til að tekið verði upp frekara samtal um samspil Listasumars og Akureyrarvöku. Jafnframt að leita leiða til að einfalda framkvæmd Listasumars enn frekar en gert hefur verið með það að markmiði að nýta sem best fjármagn og starfskrafta menningar-, markaðs- og atvinnuteymis bæjarins.
Lagt fram erindi dagsett 23. febrúar 2024 frá Aðalheiði Steingrímsdóttur, f.h. Akureyrarakademíunnar, þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi við Akureyrarbæ um stuðning við starfsemina og vinnuaðstöðu fyrir einstaklinga í frumkvöðla- og nýsköpunarverkefnum.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að endurnýja samstarfssamning við Akureyrarakademíuna.
Lagt fram erindi dagsett 4. apríl 2024 frá Haraldi Þór Egilssyni , f.h. Minjasafnsins á Akureyri, þar sem óskað er eftir endurnýjuðun þjónustusamningi við Minjasafnið. Lagt er til að fyrri samningur gildi óbreyttur til ársloka 2024.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fyrri samningur við Minjasafnið gildi til ársloka 2024 og að unnið verði að gerð nýs þriggja ára samnings. Bæjarráð felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að fylgja málinu eftir.
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 8. apríl 2024 frá Rannís þar sem vakin er athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um titilinn Menningarborg Evrópu árið 2030. Tilkynna þarf um væntanlegar umsóknir fyrir 16. september nk.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Erindi dagsett 3. apríl 2024 frá Jóhanni Steinari Jóhannssyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins miðvikudaginn 2. maí nk. Fundurinn verður haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst kl. 14:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Akureyrarbæjar á ársfundinum.
Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 25. mars 2024 lögð fram til kynningar.