Framkvæmdaráð - 270
- Kl. 10:50 - 00:00
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 270
Nefndarmenn
- Oddur Helgi Halldórssonformaður
- Sigríður María Hammer
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Sigfús Arnar Karlsson
- Guðgeir Hallur Heimissonáheyrnarfulltrúi
- Kristín Þóra Kjartansdóttiráheyrnarfulltrúi
- Helgi Már Pálssonbæjartæknifræðingur
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
- Jón Birgir Gunnlaugssonfundarritari
Sumarvinna með stuðningi
Málsnúmer 2011020082Lagðar fram tillögur um að auka vinnutímann um eina viku, þ.e. úr fjórum í fimm vikur, en færri einstaklingar eru skráðir nú í ár en gert var ráð fyrir.
<DIV>Framkvæmdaráð samþykkir að fjölga vinnutímabilinu um eina viku.</DIV>
Lausaganga katta - fyrirspurnir
Málsnúmer 2013030022Eyjólfur Bjarnason mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Eyjólfur fylgdi eftir bréfi dags. 28. apríl 2013 sem hann sendi á alla bæjarfulltrúa og varðar lausagöngu katta í Furulundi. Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 16. maí sl. erindinu til framkvæmdadeildar.
<DIV>Framkvæmdaráð hefur ekki í hyggju að endurskoða reglur um kattahald og bendir á að tillaga um bann við lausagöngu katta var felld í bæjarstjórn 1. mars 2011 með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.</DIV><DIV>Sigríður María Hammer L- lista sat hjá við afgreiðslu. </DIV>
Snjómokstur og hálkuvarnir 2010-2012 - útboð
Málsnúmer 2010090064Rætt um framtíðarfyrirkomulag á snjómokstri og möguleika á framlengingu núgildandi útboðs og/eða hugsanlegar breytingar.
<DIV>Framkvæmdaráð samþykkir að framlengja samninga um eitt ár.</DIV>
Langtímaáætlun - framkvæmdadeild
Málsnúmer 2013040051Kynnt samantekt á málefnum í langtímaáætlun sem falla undir framkvæmdadeild. Áður á dagskrá bæjarráðs 16. apríl sl.
<DIV><DIV><DIV>Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.</DIV></DIV></DIV>
Samgöngumiðstöð á Akureyri
Málsnúmer 2012090190Lagt fram til kynningar erindi frá Stefáni Baldurssyni forstöðumanni SVA dags. 23 maí 2013. þar sem hann beinir því til framkvæmdaráðs að skoðaðir verði möguleikar á að reist verði samgöngumiðstöð hér á Akureyri\n
<DIV><DIV> </DIV></DIV>
Kirkjugarðar Akureyrar - ósk um aukið fjármagn
Málsnúmer 2013060029Erindi frá Smára Sigurðsyni dags. 15. maí 2013. þar sem hann óskar eftir því að Akureyrarbær komi að greiðslu hluta kostnaðar í tengslum við framkvæmdir við Kirkjugarða Akureyrar.
<DIV><DIV>Framkvæmdaráð felur Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi að ræða við bréfritara.</DIV></DIV>