Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Bæjarráð Akureyrar fagnar tilkomu millilandaflugs um Akureyrarflugvöll í tengslum við ferðir ferðaskrifstofunnar Super Break sem hófust í síðastliðinni viku.
Því miður hefur dregist úr hófi að koma upp viðeigandi aðstöðu á flugvellinum og skorar bæjarráð á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og ISAVIA að grípa nú þegar til ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Í því sambandi er brýnt að þegar verði komið upp ILS búnaði (Instrument Landing System) við völlinn og lýsa bæjaryfirvöld yfir fullum vilja til samstarfs við uppsetningu búnaðarins.
Þá kallar bæjarráð eftir því að forsvarsmenn ISAVIA sem og formaður samgönguráðs mæti til fundar við bæjarstjórn þar sem farið verði yfir frekari framkvæmdir við Akureyrarflugvöll sem nauðsynlegar eru bæði með tilliti til innanlands- og millilandaflugs. Er bæjarstjóra falið að boða hlutaðeigandi til fundar svo fljótt sem verða má.
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 28. desember sl.
Lagt fram samkomulag Akureyrarkaupstaðar við Brú lífeyrissjóð um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum samkvæmt lögum nr. 127/2016.
Bæjarráð vísar samkomulaginu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Umræður um gerð 10 ára áætlunar fyrir Akureyrarbæ.
Bæjarráð felur fagráðum að vinna að gerð 10 ára áætlunar fyrir Akureyrarbæ og skila til bæjarráðs fyrir 15. mars nk.
AkureyrarAkademían, Jafnréttisstofa og JCI sproti standa fyrir "Konur upp á dekk! Hagnýt fræðsla og samræðuþing um stjórnmál". Fræðslan er á Akureyri tvo laugardaga, þann 27. janúar og 3. febrúar 2018. Markmiðið er að hvetja konur til þátttöku í stjórnmálum og skapa vettvang þar sem m.a. er hægt að kynna sér stjórnsýsluna, sögu kvenna í stjórnmálum og stöðuna í dag. Einnig verður farið yfir áhrif #MeToo byltingarinnar, siðferði í stjórnmálum og samræðustjórnmál. Fræðsla verður um framkomu og tjáningu, hvernig á að koma sér á framfæri, fundi og fundarsköp og hlutverk samfélagsmiðla þegar kemur að stjórnmálaþátttöku.
Aðstandendur viðburðarins leggja áherslu á að hægt sé að halda kostnaði þátttakenda í lágmarki og óska því eftir styrk frá Akureyrarbæ til að halda fræðsluna.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000.
Lagt fram erindi þar sem bæjarstjóra er boðið að taka þátt í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um borgir framtíðarinnar í panelum "Arctic Resilient Cities Network" (ARCN) í Kuala Lumpur, Malasíu, 7.- 13. febrúar nk.
Hlutverk bæjarstjóra í ráðstefnuverkefninu yrði að ræða viðfangsefni og tækifæri sem eru á Norðurskautssvæðinu og mikilvægi þeirra á heimsvísu.
Bæjarráð þakkar fyrir boðið en getur því miður ekki þegið það.
Lögð fram til kynningar greinargerð um samstarf Akureyrarbæjar og Eldvarnabandalagsins um eigið eldvarnaeftirlit sem bæjarráð samþykkti að taka þátt í á fundi sínum þann 31. mars 2016. Samstarfið snérist meðal annars um innleiðingu og framkvæmd eigin eldvarnaeftirlits hjá stofnunum Akureyrarbæjar og þróun verkferla og fræðslu í því sambandi.