Atvinnumálanefnd - 7
- Kl. 16:00 - 17:30
- Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 7
Nefndarmenn
- Matthías Rögnvaldssonformaður
- Erla Björg Guðmundsdóttir
- Jóhann Jónsson
- Elías Gunnar Þorbjörnsson
- Margrét Kristín Helgadóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Albertína Friðbjörg Elíasdóttirfundarritari
Jafnréttisstefna 2015-2019
Málsnúmer 2015060217Samfélags- og mannréttindaráð hefur unnið að endurskoðun jafnréttisstefnu bæjarins og óskaði eftir umsögn atvinnumálanefndar.
Atvinnumálanefnd frestar umsögn til næsta fundar.
Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2015
Málsnúmer 2010020035Lagt fram erindi frá 93. fundi hverfisráðs Hríseyjar, sem vísað var til atvinnumálanefndar frá bæjarráði á fundi 23. júlí 2015. Í bókun hverfisráðsins er velt upp möguleikum á nýtingu húsnæðisins Hlein til atvinnustarfsemi.
Atvinnumálanefnd tekur jákvætt í hugmyndina um aukna nýtingu húsnæðisins en telur eðlilegt að málið verði skoðað af nýjum verkefnastjóra um Brothættar byggðir þegar hann tekur til starfa.
Brothættar byggðir - starfslýsing og auglýsing eftir starfsmanni
Málsnúmer 2015070054Lögð fram drög að starfslýsingu og auglýsingu eftir starfsmanni til að vinna að verkefninu Brothættum byggðum í Hrísey og Grímsey.
Atvinnumálanefnd samþykkir drög að starfslýsingu og auglýsingu fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarráð að starfið verði auglýst sem fyrst.