Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 12
- Kl. 16:00 - 17:30
- Fjarfundur
- Fundur nr. 12
Nefndarmenn
- Valdís Anna Jónsdóttirformaður
- Róbert Freyr Jónsson
- Sigrún María Óskarsdóttir
- Vera K Vestmann Kristjánsdóttirfulltrúi Þroskahjálpar NE
- Friðrik Sighvatur Einarssonfulltrúi Grófarinnar
- Elmar Logi Heiðarssonfulltrúi Sjálfsbjargar
Starfsmenn
- Karólína Gunnarsdóttirsviðsstjóri búsetusviðs
Fjölskyldusvið - stuðningsfjölskyldur
Málsnúmer 2019080260Kynning á stuðningsþjónustu fyrir fjölskyldur fatlaðra barna, stuðningsfjölskyldum og helgardvöl í Skógarlundi.
Fanney Jónsdóttir og Þórhildur Kristjánsdóttir ráðgjafar á fjölskyldusviði sátu fundinn undir þessum lið.Samráðshópurinn þakkar kynninguna.
Búsetusvið - samningur við HSN um velferðartækni
Málsnúmer 2020100849Búsetusvið gerði samstarfssamning við Heilbrigðisstofnun Norðurlands í tengslum við innleiðingu á Memaxi í þjónustu sviðsins. Samningurinn styður búsetusvið í nauðsynlegum tæknilausnum s.s. uppsetningu á búnaði í spjaldtölvur.
Arnþrúður Eik Helgadóttir iðjuþjálfi búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið og kynnti stöðuna á innleiðingu á Mamaxi.Samráðshópurinn þakkar kynninguna.
Stjórnkerfisbreytingar í velferðarþjónustu
Málsnúmer 2020050662Lögð fram greinargerð um stjórnkerfisbreytingar í velferðarþjónustu dagsett 19. október 2020.
Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti greinargerðina og sat fundinn undir þessum lið.Samráðshópurinn þakkar kynninguna.