Stjórn Akureyrarstofu - 293
- Kl. 14:00 - 17:00
- Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
- Fundur nr. 293
Nefndarmenn
- Hilda Jana Gísladóttirformaður
- Anna Fanney Stefánsdóttir
- Sigfús Arnar Karlsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Finnur Sigurðsson
- Karl Liljendal Hólmgeirssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu
Safnastefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2014110087Drög að nýrri safnastefnu lögð fram til kynningar og umræðu.
Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra Akureyrarstofu að uppfæra drögin út frá þeim athugasemdum sem komu fram á fundinum.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2020
Málsnúmer 2019050308Endurskoðuð starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu út frá samþykktri fjárhagsáætlun 2020 lögð fram til kynningar.
Sigurhæðir - leiga húsnæðis
Málsnúmer 2019090404Alls bárust fjögur tilboð í leigu á Sigurhæðum eftir auglýsingu þar um í lok nóvember 2019.
Við yfirferð á framlögðum hugmyndum og tilboðum um fyrirhugaða starfsemi gilti menningarlegt vægi 50% af mati og leigufjárhæð 50%.
Með hliðsjón af því samþykkir stjórn Akureyrarstofu að gengið verði til viðræðna við Hótel Akureyri um leigu á Sigurhæðum.Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál - endurnýjun 2018
Málsnúmer 2017050182Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að veita viðauka við núgildandi rekstrarsamning milli aðila um menningarmál. Viðaukinn er að upphæð 20 milljónir króna og er veittur vegna skylduskila á Amtsbókasafninu og verkefna Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að 12 milljónir fari til Amtsbókasafnsins upp í þann kostnað sem safnið verður fyrir vegna skylduskila sem er lögbundið verkefni safnsins sbr. 2.gr. laga nr. 20/2002. Stjórn Akureyrarstofu ítrekar þá afstöðu sína að óréttmætt sé að Akureyrarbær eitt sveitarfélaga landsins beri fjárhagslega ábyrgð á framkvæmd laga um skylduskil og væntir þess að gerður verði langtímasamningur við ríkið um fjármögnun þessa lögbundna hlutverks safnsins.
8 milljónir fara til Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.Barnamenningarhátíð á Akureyri
Málsnúmer 2019030063Stjórn Akureyrarstofu þarf að skipa fulltrúa með reynslu af menningarstarfi í fagráð barnamenningarhátíðar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Heimi Bjarna Ingimarsson í fagráð barnamenningarhátíðar.
Starfslaun listamanna 2020
Málsnúmer 2020010431Stjórn Akureyrarstofu þarf að skipa þrjá fulltrúa í faghóp vegna starfslauna listamanna.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Ragnheiði Björk Þórsdóttur, Petreu Óskarsdóttur og Þórarinn Torfason sem faghóp vegna starfslauna listamanna.
Samfélagsmiðla- og vefstefna
Málsnúmer 2019040494Drög að nýrri vefstefnu Akureyrarbæjar lögð fram til kynningar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.
Samfélagssvið - starfsmannamál
Málsnúmer 2018110172Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.