Umhverfis- og mannvirkjaráð - 111
- Kl. 08:15 - 10:50
- Fjarfundur
- Fundur nr. 111
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Unnar Jónsson
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir
- Sigurjón Jóhannesson
- Berglind Bergvinsdóttir
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Umhverfismiðstöð - ræsting
Málsnúmer 2021120745Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2021 varðandi opnun tilboða í ræstingu á umhverfismiðstöð.
Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda Þrif og ræstivörur ehf.
Skautahöllin á Akureyri - viðbygging við félagsaðstöðu
Málsnúmer 2021120730Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2021 varðandi útboð framkvæmda við félagsaðstöðu í Skautahöllinni á Akureyri.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.Félagssvæði KA - gervigrasvellir
Málsnúmer 2021120734Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2021 varðandi útboð framkvæmda við gervigrasvelli á félagssvæði KA á Akureyri.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.Sparkvellir við grunnskóla - endurnýjun á gervigrasi 2022
Málsnúmer 2021120731Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2021 varðandi útboð framkvæmda við sparkvelli við Glerárskóla, Síðuskóla og Naustaskóla.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.Ráðhús Akureyrar - vatnstjón
Málsnúmer 2021120737Farið yfir lekatjón í Ráðhúsinu á Akureyri.
Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.Smáverkaútboð 2020
Málsnúmer 2020040458Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2021 varðandi framlengingu á smáverkasamningum frá 2020.
Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti að samningar verði framlengdir um eitt ár.
Tryggvabraut - hringtorg við Hvannavelli
Málsnúmer 2021120740Lagt fram minnisblað dagsett 15. desember 2021 varðandi útboð á framkvæmdum við Tryggvabraut, Hvannavelli og hringtorg á gatnamótunum.
Sara Ómarsdóttir verkefnastjóri tækni og hönnunar og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.Krókeyri - gatnagerð og lagnir
Málsnúmer 2020080606Lögð fram stöðuskýrsla dagsett 29. nóvember 2021 varðandi gatna- og lagnaframkvæmdir við Krókeyri á Akureyri.
Sara Ómarsdóttir verkefnastjóri tækni og hönnunar og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.Fundaáætlun umhverfis- og mannvirkjaráðs 2022
Málsnúmer 2021120728Lagt fram fundaplan fyrir byrjun árs 2022.
Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fyrstu fundir ársins 2022 verði 21. janúar, 28. janúar, 11. febrúar og 25. febrúar.
Umhverfis- og mannvirkjasvið - stjórnsýslubreytingar
Málsnúmer 2021120729Kynning á fyrirhuguðum stjórnsýslubreytingum á umhverfis- og mannvirkjasviði.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mættu á fundinn og gerðu grein fyrir breytingunum ásamt Guðríði Erlu Friðriksdóttur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs.Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna.
Sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs - áframhaldandi ráðning
Málsnúmer 2021120241Lögð fram tillaga bæjarstjóra um áframhaldandi ráðningu Guðríðar Erlu Friðriksdóttur í starf sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs í annað fimm ára tímabil.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.