Bæjarráð - 3766
- Kl. 08:15 - 11:11
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3766
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Gunnar Gíslason
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlynur Jóhannsson
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Elín Dögg Guðjónsdóttirfundarritari
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 - fyrri umræða
Málsnúmer 2021090476Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2021.
Davíð Búi Halldórsson endurskoðandi frá Enor ehf. mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrði ársreikninginn.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristjana Hreiðarsdóttir aðalbókari, bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Þórhallur Jónsson og varabæjarfulltrúarnir Lára Halldóra Eiríksdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Þórhallur Harðarson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fylgiskjöl
Reglur Akureyrarbæjar um úthlutun lóða - endurskoðun 2022
Málsnúmer 2022030533Umfjöllun um tillögu að endurskoðuðum reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 17. mars sl.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs, bæjarlögmanni og skipulagsfulltrúa að vinna áfram að endurskoðun á reglunum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.
Reglur Akureyrarbæjar um stofnframlög - endurskoðun 2022
Málsnúmer 2022030542Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum Akureyrarbæjar um stofnframlög til byggingar leiguíbúða. Málið var áður á dagskrá ráðsins 17. mars sl.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Atvinnuátak 18-25 ára sumarið 2022
Málsnúmer 2022030504Umfjöllun um tillögu að breyttu fyrirkomulagi atvinnuátaks fyrir 18-25 ára sumarið 2022. Málið var áður á dagskrá ráðsins 17. mars sl.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framkomið fyrirkomulag um atvinnuátak fyrir 18-25 ára og felur sviðsstjóra mannauðssviðs að leggja fram viðauka vegna kostnaðarins þegar hann liggur fyrir. Jafnframt felur bæjarráð fræðslu- og lýðheilsusviði og mannauðssviði að gera tillögu að nýjum reglum fyrir árið 2023.
Eining- Iðja - samkomulag vegna sumarvinnu 17 ára ungmenna 2022
Málsnúmer 2022041893Kynnt tillaga að samkomulagi við Einingu-Iðju um fyrirkomulag vinnuskóla fyrir 17 ára ungmenni sumarið 2022.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.
Mannréttindastefna - endurskoðun
Málsnúmer 2022011608Kynnt tillaga að endurskoðun mannréttindastefnu Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá ráðsins 24. mars sl.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir endurskoðaða mannréttindastefnu Akureyrarbæjar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Jafnlaunastefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2020020479Umfjöllun um tillögu að jafnlaunastefnu Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 17. febrúar sl.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir jafnlaunastefnu Akureyrarbæjar og vísar til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar 2022 - tilnefningar
Málsnúmer 2022030436Tilnefningar til jafnréttisviðurkenninga lagðar fram.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Birna Eyjólfsdóttir forstöðumaður mannauðsmála sátu fund bæjarráð undir þessum lið.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri báru upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Véku þær af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur og tilkynnt verður um viðurkenningarhafa á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.
Gunnar Gíslason D-lista vék af fundi kl. 10:48.
Verkefnið Römpum upp Ísland
Málsnúmer 2022031319Erindi dagsett 28. mars 2022 frá Óskari Helga Þorleifssyni fyrir hönd stjórnar Römpum upp Ísland. Markmiðið með verkefninu er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Stofnunin styrkir einkaaðila til að koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög um verkefnið.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga um verkefnið.
Fylgiskjöl
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2022
Málsnúmer 2022010393Lögð fram til kynningar fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 25. mars 2022.
Fylgiskjöl
Endurskipulagning sýslumannsembætta
Málsnúmer 2022030982Erindi dagsett 21. mars 2022 frá dómsmálaráðuneytinu þar sem kynnt er fyrirhuguð endurskipulagning sýslumannsembætta.
Fylgiskjöl
Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022-
Málsnúmer 2022031302Lögð fram til kynningar fundargerð 272. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 25. mars 2022.
Fylgiskjöl
Frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál
Málsnúmer 2022031363Lagt fram til kynningar erindi dagsett 30. mars 2022 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál 2022.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/152/s/0666.pdf